„Feginn að vera ekki inni í þessum vítahring lengur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. desember 2019 13:30 Franz Gunnarsson er landsþekktur tónlistamaður. Vísir/ÞÞ Tónlistamaðurinn Franz Gunnarsson upplifir sín fjórðu edrú jól í röð í ár en hann hætti að drekka fyrir tæplega fimm árum. Franz er í ítarlegu forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem hann segir sína sögu. Í viðtalinu segist Franz hafa verið orðinn langt leiddur fíkill áður en hann leitaði sér hjálpar og þjáðist hann af miklu þunglyndi og kvíða. „Þegar ég hætti, rétt fyrir fertugt, hafði ég verið í mikilli neyslu í um þrjátíu ár og það segir sig sjálft að hausinn á mér var langt frá því að vera í lagi. Ég þrjóskaðist alltaf við að fara í meðferð, hélt að það væri ekkert fyrir mig og þótt ég viðurkenndi fyrir sjálfum mér að ég hefði ekki stjórn á neyslunni fannst mér ég samt öðruvísi en aðrir fíklar og þyrfti ekki sömu úrræði og þeir,“ segir hann í viðtalinu eins og áður segir er Franz tónlistarmaður. „Mjög margir tónlistarmenn hafa farið í meðferð og eru edrú og ég hef fengið mikinn stuðning frá þeim. Ég hélt þegar ég var í meðferðinni að ég myndi sennilega þurfa að hætta að spila opinberlega og þótt það væri erfitt að kyngja því ætlaði ég samt að sætta mig við það. Sem betur fer kom ekki til þess, ég hef sjaldan spilað meira en eftir að ég varð edrú. Það er í sjálfu sér ágætis forvörn að vera að spila fyrir drukkið fólk, maður sér að það er engan veginn eftirsóknarvert ástand en ég staldra ekki lengi við á stöðunum eftir að við hættum að spila. Tek bara saman dótið mitt og fer heim, óskaplega feginn að vera ekki inni í þessum vítahring lengur.“ Tímamót Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
Tónlistamaðurinn Franz Gunnarsson upplifir sín fjórðu edrú jól í röð í ár en hann hætti að drekka fyrir tæplega fimm árum. Franz er í ítarlegu forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem hann segir sína sögu. Í viðtalinu segist Franz hafa verið orðinn langt leiddur fíkill áður en hann leitaði sér hjálpar og þjáðist hann af miklu þunglyndi og kvíða. „Þegar ég hætti, rétt fyrir fertugt, hafði ég verið í mikilli neyslu í um þrjátíu ár og það segir sig sjálft að hausinn á mér var langt frá því að vera í lagi. Ég þrjóskaðist alltaf við að fara í meðferð, hélt að það væri ekkert fyrir mig og þótt ég viðurkenndi fyrir sjálfum mér að ég hefði ekki stjórn á neyslunni fannst mér ég samt öðruvísi en aðrir fíklar og þyrfti ekki sömu úrræði og þeir,“ segir hann í viðtalinu eins og áður segir er Franz tónlistarmaður. „Mjög margir tónlistarmenn hafa farið í meðferð og eru edrú og ég hef fengið mikinn stuðning frá þeim. Ég hélt þegar ég var í meðferðinni að ég myndi sennilega þurfa að hætta að spila opinberlega og þótt það væri erfitt að kyngja því ætlaði ég samt að sætta mig við það. Sem betur fer kom ekki til þess, ég hef sjaldan spilað meira en eftir að ég varð edrú. Það er í sjálfu sér ágætis forvörn að vera að spila fyrir drukkið fólk, maður sér að það er engan veginn eftirsóknarvert ástand en ég staldra ekki lengi við á stöðunum eftir að við hættum að spila. Tek bara saman dótið mitt og fer heim, óskaplega feginn að vera ekki inni í þessum vítahring lengur.“
Tímamót Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira