Segir Björn Bjarnason rógbera og bullara Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2019 15:27 Seint verður sagt að miklir kærleikar séu með þeim Birni og Viðari. Björn hefur birt athugasemdir þess síðarnefnda en ekkert bendir til þess að hann ætli sér að draga ummæli sín til baka. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, fordæmir skrif Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og krefst þess að hann dragi þau til baka. Björn, sem rekið hefur vefsíðu sína bjorn.is áratugum saman, hefur birt bréf Viðars en ekki séð ástæðu til að draga neitt í land með yfirlýsingar sínar sem fara svo þversum í Viðar. Viðar gerir athugasemdir við nokkur atriði í nýjasta pistli Björns svo sem þessi: „Nokkrar umræður urðu í haust þegar fjármálastjóri Eflingar til margra ára fékk fyrirmæli um að fara í veikindaleyfi eftir að hafa gert athugaemd vegna reiknings frá eiginkonu Gunnars Smára til Eflingar.“Segir fullyrðingar Björns rógburð Viðar segir þetta af og frá: „Það er rangt að fjármálastjóri eða nokkur starfsmaður Eflingar hafi „fengið fyrirmæli um að fara í veikindaleyfi.“ Leyfi vegna veikinda, fæðingarorlofs o.s.frv. eru samnings- og lögbundin réttindi sem starfsmenn Eflingar nýta sér að eigin frumkvæði að uppfylltum skilyrðum þegar tilefni er til. Stjórnendur Eflingar reyna að sjálfsögðu ekki að hafa áhrif á það hvenær eða hvernig starfsmenn félagsins nýta sér þau réttindi. Fullyrðingar um slíkt eru rógburður. Mér er að fullu kunnugt um störf Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanns fyrir Eflingu og hef gert grein fyrir þeim opinberlega. Alda Lóa hefur annast hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“ sem kynnt var og samþykkt á vettvangi stjórnar Eflingar á síðasta ári. Hvergi hefur komið fram athugasemd frá fjármálastjóra vegna reikninga frá Öldu Lóu, enda með öllu óskiljanlegt á hvaða forsendum fjármálastjóri hefði sett getað fram slíka athugasemd.“Svo virðist sem Birni Bjarnasyni, og reyndar vopnabróður hans prófessor Hannesi Hólmsteini, sér sérlega uppsiggað við Gunnar Smára. Hannes hefur í vikunni birt nokkrar Facebookfærslur sem túlka má sem árás á hann.Fbl/Sigtryggur AriViðar, sem birtir bréf sitt til Björns á Facebooksíðu sinni, segist hafa hringt í Björn „rétt í þessu og fékk staðfest að hann hefur móttekið erindi mitt, þar sem ég leiðrétti ósannandi hans um starfsemi Eflingar. Björn hefur birt bréf mitt á síðu sinni, en skyldi hann hafa manndóm til að draga rangfærslurnar til baka?“Maðurinn lifir í valkvæðum veruleika Björn virðist ekki síst hafa horn í síðu Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokks Íslands, en Gunnar Smári segist, á síðu Viðars, ekki nenna að elta ólar við Björn. „Hann skrifar þarna t.d: „Hann [þ.e. ég, gse] lét t.d. eins og allir helstu skemmtikraftar þjóðarinnar kæmu fram á fjáröflunarhátíð í Háskólabíói sem aldrei var haldin til að bjarga Fréttatímanum.“ Björn er þarna að halda fram að glæsileg samkoma til stuðnings Fréttatímanum (undir slagorðinu: Frjáls fjölmiðlun) hafi ekki farið fram. Maðurinn lifir algjörlega í valkvæðum veruleika, er villtur í eigin órum.“ Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Forysta Eflingar segir starfsmann í veikindaleyfi hafa farið fram á „tugmilljóna gjafapakka“ Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna. 30. nóvember 2018 20:00 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, fordæmir skrif Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og krefst þess að hann dragi þau til baka. Björn, sem rekið hefur vefsíðu sína bjorn.is áratugum saman, hefur birt bréf Viðars en ekki séð ástæðu til að draga neitt í land með yfirlýsingar sínar sem fara svo þversum í Viðar. Viðar gerir athugasemdir við nokkur atriði í nýjasta pistli Björns svo sem þessi: „Nokkrar umræður urðu í haust þegar fjármálastjóri Eflingar til margra ára fékk fyrirmæli um að fara í veikindaleyfi eftir að hafa gert athugaemd vegna reiknings frá eiginkonu Gunnars Smára til Eflingar.“Segir fullyrðingar Björns rógburð Viðar segir þetta af og frá: „Það er rangt að fjármálastjóri eða nokkur starfsmaður Eflingar hafi „fengið fyrirmæli um að fara í veikindaleyfi.“ Leyfi vegna veikinda, fæðingarorlofs o.s.frv. eru samnings- og lögbundin réttindi sem starfsmenn Eflingar nýta sér að eigin frumkvæði að uppfylltum skilyrðum þegar tilefni er til. Stjórnendur Eflingar reyna að sjálfsögðu ekki að hafa áhrif á það hvenær eða hvernig starfsmenn félagsins nýta sér þau réttindi. Fullyrðingar um slíkt eru rógburður. Mér er að fullu kunnugt um störf Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanns fyrir Eflingu og hef gert grein fyrir þeim opinberlega. Alda Lóa hefur annast hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“ sem kynnt var og samþykkt á vettvangi stjórnar Eflingar á síðasta ári. Hvergi hefur komið fram athugasemd frá fjármálastjóra vegna reikninga frá Öldu Lóu, enda með öllu óskiljanlegt á hvaða forsendum fjármálastjóri hefði sett getað fram slíka athugasemd.“Svo virðist sem Birni Bjarnasyni, og reyndar vopnabróður hans prófessor Hannesi Hólmsteini, sér sérlega uppsiggað við Gunnar Smára. Hannes hefur í vikunni birt nokkrar Facebookfærslur sem túlka má sem árás á hann.Fbl/Sigtryggur AriViðar, sem birtir bréf sitt til Björns á Facebooksíðu sinni, segist hafa hringt í Björn „rétt í þessu og fékk staðfest að hann hefur móttekið erindi mitt, þar sem ég leiðrétti ósannandi hans um starfsemi Eflingar. Björn hefur birt bréf mitt á síðu sinni, en skyldi hann hafa manndóm til að draga rangfærslurnar til baka?“Maðurinn lifir í valkvæðum veruleika Björn virðist ekki síst hafa horn í síðu Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokks Íslands, en Gunnar Smári segist, á síðu Viðars, ekki nenna að elta ólar við Björn. „Hann skrifar þarna t.d: „Hann [þ.e. ég, gse] lét t.d. eins og allir helstu skemmtikraftar þjóðarinnar kæmu fram á fjáröflunarhátíð í Háskólabíói sem aldrei var haldin til að bjarga Fréttatímanum.“ Björn er þarna að halda fram að glæsileg samkoma til stuðnings Fréttatímanum (undir slagorðinu: Frjáls fjölmiðlun) hafi ekki farið fram. Maðurinn lifir algjörlega í valkvæðum veruleika, er villtur í eigin órum.“
Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Forysta Eflingar segir starfsmann í veikindaleyfi hafa farið fram á „tugmilljóna gjafapakka“ Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna. 30. nóvember 2018 20:00 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Forysta Eflingar segir starfsmann í veikindaleyfi hafa farið fram á „tugmilljóna gjafapakka“ Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna. 30. nóvember 2018 20:00
Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent