Fyrirsætan Miranda Kerr á von á sínu þriðja barni en þetta staðfesti talsmaður fyrirsætunnar í samtali við People. Fyrirsætan eignaðist soninn Hart fyrir tíu mánuðum síðan með eiginmanni sínum Evan Spiegel sem er stofnandi Snapchat.
Þetta er annað barn þeirra hjóna en fyrir átti fyrirsætan soninn Flynn, 8 ára, með leikaranum Orlando Bloom. Talsmaður Kerr segir fjölskylduna vera himinlifandi með óléttuna og þau séu afar spennt fyrir komandi tímum.
Í viðtali við E! News í fyrra sagði Spiegel föðurhlutverkið vera ólýsanlegt. Hann eigi gott samband við stjúpson sinn og fjölskyldan hafi breytt lífi hans til hins betra.
Kerr og Spiegel giftu sig í maí árið 2017 í lágstemmdri athöfn í Kaliforníu með nánustu vinum og ættingjum.
Á von á sínu þriðja barni

Tengdar fréttir

Miranda Kerr giftist stofnanda Snapchat um helgina
Evan Spiegel og Miranda Kerr gengu í það heilaga á heimili sínu um helgina.

Miranda Kerr trúlofuð forstjóra Snapchat
Parið kynntist í Louis Vuitton partýi í fyrra.