Blanda saman tveimur ólíkum heimum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. júlí 2019 10:00 Mikael og Lilja eru að undirbúa tónleikaferð um landið þar sem þau flytja eigið efni. Fréttablaðið/Stefán Systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn halda í tónleikaferðalag um landið í lok júlí og byrjun ágúst. Tónleikaröðin hefst í Ólafsfjarðarkirkju 27. júlí, síðan spila þau í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í Akureyrarkirkju, Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og enda í Mengi, Reykjavík, föstudaginn 9. ágúst. Á efnisskrá er verk sem þau sömdu í sameiningu sérstaklega fyrir þessa tónleikaferð. Mikael er nýfluttur heim frá Svíþjóð en Lilja býr í Hollandi en flytur til London í haust þar sem hún hefur doktorsnám í tónsmíðum. Þau voru hvort í sínu landinu þegar þau sömdu verkið sem þau flytja í tónleikaferðalaginu. „Við búum á sitt hvorum staðnum og sömdum sjö lög hvort. Það skipti okkur miklu máli að hafa heildarsvip á verkinu og við sömdum því sögu í þjóðsagnastíl og byggðum verkið á framvindu sögunnar. Þannig gátum við unnið sitt í hvoru lagi að sama efniviði. Lilja vinnur aðallega í samtímaklassík og ég er með djassbakgrunn og tónlistin okkar blandar þessum tveimur ólíku heimum saman,“ segir Mikael.Ákveðin heild Spurð hvort lög þeirra séu lík eða gjörólík segir Lilja: „Þau eru ólík en mér finnst þau um leið mynda ákveðna heild. Stundum tók ég stef úr lögum Mikaels og vann þau á nýjan hátt þannig að það má greina laglínur hans en lögin eru samt allt öðruvísi en lög hans.“ Mikael spilar á gítar og spiladós og syngur. Lilja spilar á píanó og fiðlu og syngur og stýrir rafparti tónlistarinnar sem er byggður á umhverfishljóðum og hljóðum úr hljóðfærum, þar á meðal heimagerðum spiladósum. „Þessi rafheimur blandast saman við hljóðheim hljóðfæranna,“ segir hún. Spurð hvort þau hafi áður unnið saman segir Lilja: „Í fyrra þegar ég var að gera meistaraverkefnið mitt þá samdi ég verk fyrir Mikael. Þar vorum við að vinna náið saman og skoða samband tónskáldsins og flytjandans. Þetta nýja verk kviknaði út frá því að okkur langaði til að gera meira og skoða enn frekar línurnar á milli tónskáldsins og flytjandans. Vegna þess að við höfum fylgst með sköpunarferli hvort annars frá byrjun og þekkjum tónlist hvort annars mjög vel þá fær flytjandinn mjög frjálsar hendur í þessu verki og það myndast ákveðnir spunakaflar út frá því.“Engar hindranir „Það er mjög sérstakt fyrir mig að spila tónlistina hennar Lilju,“ segir Mikael. „Þegar ég spila djasstónlist og sönglög þá eru alls konar hindranir í harmóníu og laglínu sem ég þarf að veita athygli. Tónlist Lilju er mjög tær og abstrakt og þegar maður spilar hana þarf maður að setja alla athyglina í tilfinninguna. Það er það sem maður vill gera í allri tónlist en það er mjög auðvelt í tónlist Lilju því þar eru engar hindranir.“ „Ég finn mjög sterka tengingu við verkin hans Mikaels. Ég hef fengið að fylgjast með sköpunarferlinu og tengi vel við hugmyndir hans,“ segir Lilja. „Hann hefur einstakt lag á að finna fallegar laglínur og harmóníur og byggir upp mörg lög af ryþmum og áferðum sem mynda fallega heild í samspili. Hann veit svo vel hvað hann vill gera og það er afskaplega gaman að vinna með honum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira
Systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn halda í tónleikaferðalag um landið í lok júlí og byrjun ágúst. Tónleikaröðin hefst í Ólafsfjarðarkirkju 27. júlí, síðan spila þau í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í Akureyrarkirkju, Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og enda í Mengi, Reykjavík, föstudaginn 9. ágúst. Á efnisskrá er verk sem þau sömdu í sameiningu sérstaklega fyrir þessa tónleikaferð. Mikael er nýfluttur heim frá Svíþjóð en Lilja býr í Hollandi en flytur til London í haust þar sem hún hefur doktorsnám í tónsmíðum. Þau voru hvort í sínu landinu þegar þau sömdu verkið sem þau flytja í tónleikaferðalaginu. „Við búum á sitt hvorum staðnum og sömdum sjö lög hvort. Það skipti okkur miklu máli að hafa heildarsvip á verkinu og við sömdum því sögu í þjóðsagnastíl og byggðum verkið á framvindu sögunnar. Þannig gátum við unnið sitt í hvoru lagi að sama efniviði. Lilja vinnur aðallega í samtímaklassík og ég er með djassbakgrunn og tónlistin okkar blandar þessum tveimur ólíku heimum saman,“ segir Mikael.Ákveðin heild Spurð hvort lög þeirra séu lík eða gjörólík segir Lilja: „Þau eru ólík en mér finnst þau um leið mynda ákveðna heild. Stundum tók ég stef úr lögum Mikaels og vann þau á nýjan hátt þannig að það má greina laglínur hans en lögin eru samt allt öðruvísi en lög hans.“ Mikael spilar á gítar og spiladós og syngur. Lilja spilar á píanó og fiðlu og syngur og stýrir rafparti tónlistarinnar sem er byggður á umhverfishljóðum og hljóðum úr hljóðfærum, þar á meðal heimagerðum spiladósum. „Þessi rafheimur blandast saman við hljóðheim hljóðfæranna,“ segir hún. Spurð hvort þau hafi áður unnið saman segir Lilja: „Í fyrra þegar ég var að gera meistaraverkefnið mitt þá samdi ég verk fyrir Mikael. Þar vorum við að vinna náið saman og skoða samband tónskáldsins og flytjandans. Þetta nýja verk kviknaði út frá því að okkur langaði til að gera meira og skoða enn frekar línurnar á milli tónskáldsins og flytjandans. Vegna þess að við höfum fylgst með sköpunarferli hvort annars frá byrjun og þekkjum tónlist hvort annars mjög vel þá fær flytjandinn mjög frjálsar hendur í þessu verki og það myndast ákveðnir spunakaflar út frá því.“Engar hindranir „Það er mjög sérstakt fyrir mig að spila tónlistina hennar Lilju,“ segir Mikael. „Þegar ég spila djasstónlist og sönglög þá eru alls konar hindranir í harmóníu og laglínu sem ég þarf að veita athygli. Tónlist Lilju er mjög tær og abstrakt og þegar maður spilar hana þarf maður að setja alla athyglina í tilfinninguna. Það er það sem maður vill gera í allri tónlist en það er mjög auðvelt í tónlist Lilju því þar eru engar hindranir.“ „Ég finn mjög sterka tengingu við verkin hans Mikaels. Ég hef fengið að fylgjast með sköpunarferlinu og tengi vel við hugmyndir hans,“ segir Lilja. „Hann hefur einstakt lag á að finna fallegar laglínur og harmóníur og byggir upp mörg lög af ryþmum og áferðum sem mynda fallega heild í samspili. Hann veit svo vel hvað hann vill gera og það er afskaplega gaman að vinna með honum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira