Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 11:56 Mueller þegar hann mætti í þinghúsið nú í morgun. AP/Susan Walsh Fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins svarar í fyrsta skipti spurningum bandarískra þingmanna um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og tilraunum hans til að hindra framgang réttvísinnar í dag. Hægt er að fylgjast með vitnisburði Roberts Mueller í beinni útsendingu á Vísi. Vitnisburður Mueller hjá dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hóst klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Hann kemur fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Í upphafsávarpi sínu sagði Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós „umfangsmiklar og kerfisbundnar“ tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og ekki hafi verið sýnt fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump. Ransóknin á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið „einstaklega mikilvæg“. „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið,“ sagði Mueller. Spurður að því hvort hægt væri að ákæra Trump þegar hann léti af embætti svaraði Mueller því játandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Mueller hefur þurft að svara spurningum um rannsóknina. Hann hefur aðeins tjáð sig einu sinni áður opinberlega um niðurstöður hennar. Það gerði hann á blaðamannafundi 29. maí þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi ekki þurfa bera vitni fyrir þingnefnd og vísaði til skýrslunnar sem vitnisburðar síns. Mueller hefur að minnsta kosti í tvígang ítrekað þann skilning sinn að þó að álit dómsmálaráðuneytisins þýddi að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta þá væri hægt að sækja hann til saka eftir að hann lætur af embætti. Demókratar hafa fram að þessu reynt að fá Mueller til að staðfesta skilning sinn á hlutum skýrslunnar um hindrun framgang rannsóknarinnar. Repúblikanar hafa aftur á móti reynt að kasta rýrð á trúverðugleika Mueller og rannsóknarinnar. Mueller hefur á móti nær algerlega haldið sig við að vísa til þess sem stendur í skýrslu hans, staðfest atriði sem koma fram í henni eða sagst ekki geta tjáð sig um einstök atriði. Niðurstaða skýrslu Mueller var að ekki væri sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Lagalegt álit dómsmálaráðuneytisins segði að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta og því hefði það ekki komið til skoðunar. Lýsti Mueller í staðinn ellefu atriðum sem gætu túlkast sem lögbrot forsetans. Alls ákærði Mueller 26 manns og nokkur fyrirtæki í tengslum við rannsóknina. Þar á meðal voru fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri hans og aðstoðarkosningastjóri, fyrrverandi utanríkisráðgjafi auk Rússa sem voru sakaðir um að standa fyrir samfélagsmiðlaherferð til að hafa áhrif á bandaríska kjósendur í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins svarar í fyrsta skipti spurningum bandarískra þingmanna um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og tilraunum hans til að hindra framgang réttvísinnar í dag. Hægt er að fylgjast með vitnisburði Roberts Mueller í beinni útsendingu á Vísi. Vitnisburður Mueller hjá dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hóst klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Hann kemur fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Í upphafsávarpi sínu sagði Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós „umfangsmiklar og kerfisbundnar“ tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og ekki hafi verið sýnt fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump. Ransóknin á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið „einstaklega mikilvæg“. „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið,“ sagði Mueller. Spurður að því hvort hægt væri að ákæra Trump þegar hann léti af embætti svaraði Mueller því játandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Mueller hefur þurft að svara spurningum um rannsóknina. Hann hefur aðeins tjáð sig einu sinni áður opinberlega um niðurstöður hennar. Það gerði hann á blaðamannafundi 29. maí þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi ekki þurfa bera vitni fyrir þingnefnd og vísaði til skýrslunnar sem vitnisburðar síns. Mueller hefur að minnsta kosti í tvígang ítrekað þann skilning sinn að þó að álit dómsmálaráðuneytisins þýddi að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta þá væri hægt að sækja hann til saka eftir að hann lætur af embætti. Demókratar hafa fram að þessu reynt að fá Mueller til að staðfesta skilning sinn á hlutum skýrslunnar um hindrun framgang rannsóknarinnar. Repúblikanar hafa aftur á móti reynt að kasta rýrð á trúverðugleika Mueller og rannsóknarinnar. Mueller hefur á móti nær algerlega haldið sig við að vísa til þess sem stendur í skýrslu hans, staðfest atriði sem koma fram í henni eða sagst ekki geta tjáð sig um einstök atriði. Niðurstaða skýrslu Mueller var að ekki væri sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Lagalegt álit dómsmálaráðuneytisins segði að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta og því hefði það ekki komið til skoðunar. Lýsti Mueller í staðinn ellefu atriðum sem gætu túlkast sem lögbrot forsetans. Alls ákærði Mueller 26 manns og nokkur fyrirtæki í tengslum við rannsóknina. Þar á meðal voru fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri hans og aðstoðarkosningastjóri, fyrrverandi utanríkisráðgjafi auk Rússa sem voru sakaðir um að standa fyrir samfélagsmiðlaherferð til að hafa áhrif á bandaríska kjósendur í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23