„I remember you from previous Eurovisions“ Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 15:30 Jóhannes Haukur mun vafalítið standa sig vel á skjánum í kvöld. fbl/anton brink Jóhannes Haukur Jóhannesson kynnir stigin frá Íslandi í Eurovision í kvöld. Lokaæfing fyrir kvöldið stendur yfir og nú er verið að æfa stigagjöfina. Þá birtast kynnarnir í öllum löndunum 41 og kynna hvaða þjóð fær tólf stig. Leikarinn góðkunni birtist í bláum stuttermabol með Hörpu í baksýn og bauð gott kvöld ásamt því að þakka fyrir flotta sýningu. Þá greip annar ísraelsku kynnanna boltann á lofti og sagði: „I remember you from...“ Gerðu flestir íslensku blaðamannanna ráð fyrir að kynnirinn ætlaði að vísa í Game of Thrones eða eitthvert verkefni Jóhannesar á erlendri grundu. Alls ekki. Setningin var botnuð með: „... from previous Eurovisions.“Sjá einnig:Eurovison-vaktin á Vísi - allt á einum stað Samkvæmt þessu virðast ísraelsku kynnarnir ekki alveg búnir að kynna sér sögu kynnanna í hverju landi fyrir sig. Í það minnsta rekur engan minni til þess að Jóhannes Haukur hafi komið fram í Eurovision. Jóhannes Haukur gaf Kýpur 12 stig frá Íslandi en að sjálfsögðu er bara um æfingu að ræða. Full alvara er í æfingunni og því ansi sérstakt að ísraelsku kynnarnir hafi kynnt Jóhannes til leiks sem fyrrverandi Eurovision-stjörnu. Ýmsar Eurovision kempur hafa verið að kynna stigin og þar virðast kynnarnir hafa haft réttar upplýsingar fyrir framan sig. Koma verður í ljós hvort kynnarnir bregðist öðruvísi við þegar Jóhannes Haukur birtist á skjám Evrópubúa og Ástrala í kvöld. Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Sjá meira
Jóhannes Haukur Jóhannesson kynnir stigin frá Íslandi í Eurovision í kvöld. Lokaæfing fyrir kvöldið stendur yfir og nú er verið að æfa stigagjöfina. Þá birtast kynnarnir í öllum löndunum 41 og kynna hvaða þjóð fær tólf stig. Leikarinn góðkunni birtist í bláum stuttermabol með Hörpu í baksýn og bauð gott kvöld ásamt því að þakka fyrir flotta sýningu. Þá greip annar ísraelsku kynnanna boltann á lofti og sagði: „I remember you from...“ Gerðu flestir íslensku blaðamannanna ráð fyrir að kynnirinn ætlaði að vísa í Game of Thrones eða eitthvert verkefni Jóhannesar á erlendri grundu. Alls ekki. Setningin var botnuð með: „... from previous Eurovisions.“Sjá einnig:Eurovison-vaktin á Vísi - allt á einum stað Samkvæmt þessu virðast ísraelsku kynnarnir ekki alveg búnir að kynna sér sögu kynnanna í hverju landi fyrir sig. Í það minnsta rekur engan minni til þess að Jóhannes Haukur hafi komið fram í Eurovision. Jóhannes Haukur gaf Kýpur 12 stig frá Íslandi en að sjálfsögðu er bara um æfingu að ræða. Full alvara er í æfingunni og því ansi sérstakt að ísraelsku kynnarnir hafi kynnt Jóhannes til leiks sem fyrrverandi Eurovision-stjörnu. Ýmsar Eurovision kempur hafa verið að kynna stigin og þar virðast kynnarnir hafa haft réttar upplýsingar fyrir framan sig. Koma verður í ljós hvort kynnarnir bregðist öðruvísi við þegar Jóhannes Haukur birtist á skjám Evrópubúa og Ástrala í kvöld.
Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Sjá meira