Fótbolti

Aron Einar fór sárþjáður af velli en er ekki brotinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron í leik með Al Arabi
Aron í leik með Al Arabi vísir/getty
Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leik Al Arabi í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Aron varð fyrir ljótri tæklingu undir lok leiksins og lá sárþjáður eftir. Keyra þurfti Aron af velli á börum.Líklegt er að Aron sé illa meiddur en Al Arabi staðfesti það í kvöld að hann sé ekki brotinn. Ekkert er þó komið um það hversu lengi hann verður frá.

Það verður samt að teljast ólíklegt að fyrirliðinn verði með íslenska landsliðinu í komandi landsleikjum gegn heimsmeisturum Frakka og Andorra.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.