Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2019 10:16 Framkvæmdastjóri Eflingar er ánægður með að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi verið afgerandi. Kjarasamningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var 3. apríl, hefur verið samþykktur með miklum meirihluta félagsmanna í atkvæðagreiðslunni sem stóð yfir dagana 12.-23 apríl. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var þó heldur dræm eða um 10,16%. 77,07% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn en 20,59% þeirra höfnuðu honum. Þá tóku 2,34% félagsmanna á kjörskrá ekki afstöðu. Atkvæði voru bæði greidd rafrænt og á pappír utan kjörfundar að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með niðurstöðuna. Hann segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða eindreginn stuðning við nýjan kjarasamning. „Við fögnum því að það hafi náðst í gegn. Ég held það sé allra hagur að þetta sé svona eindregin niðurstaða.“ Viðar les út úr niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar að félagsmenn hafi tekið afstöðu með mjög afgerandi hætti.Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta.Vísir/vilhelmMinnir á endurskoðunarákvæðið „Við minnum líka á það í ljósi umræðunnar síðustu daga - út af hótunum um verðhækkanir og fleira - að það er mjög sterkt endurskoðunarákvæði í samningnum sem getur komið til áhrifa strax í september á næsta ári eða eftir eitt og hálft ár og ég held að með svona öflugan stuðning verkafólks að baki samningnum þá reynir á að allir sýni raunveruleg heilindi gagnvart því að framfylgja þessum samningi og anda hans.“ Verkafólk hafi axlað mikla ábyrgð með því að hafa fallist á samning sem feli í sér litla launahækkun fyrsta árið. „Við auðvitað bara skorum á alla aðila og þá bæði Samtök atvinnulífsins og ríkisvaldið að raunverulega standa sína plikt og hafa það í huga að samningurinn er uppsegjanlegur verði skilyrðum ekki mætt.“ Inntur eftir viðbrögðum um dræma kjörsókn segir Viðar að það séu ýmsar getgátur uppi um skýringar þó erfitt sé að segja til um hvers vegna þátttaka í atkvæðagreiðslunni hafi einungis verið rúm tíu prósent. „Ég bendi á að þessi kjörskrá sem þarna er notast við er mjög stór. Það er notast við víðustu mögulegu skilgreiningu á því hverjir eru á henni. Þetta eru semsagt allir sem greiddu iðgjöld til okkar og voru í þeim störfum sem falla undir þennan samning í janúar og febrúar, algjörlega óháð því hvaða starfshlutfall er um að ræða og hversu lengi fólk hefur verið í starfi. Það er ekki verið að horfa til þess hvort þetta séu svokallaðir „fullgildir meðlimir“ það er að segja þeir sem hafa óskað eftir því að fá formlega inngöngu í félagið. Það gerir það að verkum að þetta verður mjög stór kjörskrá. Þarna er fólk sem kannski var að vinna einhverja tímabundna helgarvinnu með námi eða eitthvað slíkt.“ Hefðu viljað meiri þátttöku í atkvæðagreiðslu Engu að síður hefðu þau viljað sjá betri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Það sé hluti af langtímaáætlun Eflingar að auka virkni og vitund fólks um stéttarfélagsmál. „Við höfum þegar unnið mikið starf í því á síðasta ári og það er vinna sem heldur ótrauð áfram.“ Viðar tekur þó fram að hann telji forystu Eflingar hafa staðið sig vel í því að vekja athygli félagsmanna á samningnum. Allir félagsmenn Eflingar fengu kynningarbækling á íslensku, ensku og pólsku sendan heim í pósti auk þess sem nýr kjarasamningur var kynntur á opnum fjölsóttum fundum og á vinnustöðum. „Ég held að þeir sem raunverulega vildu láta í sér heyra með því að taka afstöðu fengu tækifæri til þess og hafa bara gefið upp sína afstöðu með mjög afgerandi hætti,“ segir Viðar sem mun rýna betur í tölurnar á næstu dögum. Kjaramál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Kjarasamningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var 3. apríl, hefur verið samþykktur með miklum meirihluta félagsmanna í atkvæðagreiðslunni sem stóð yfir dagana 12.-23 apríl. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var þó heldur dræm eða um 10,16%. 77,07% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn en 20,59% þeirra höfnuðu honum. Þá tóku 2,34% félagsmanna á kjörskrá ekki afstöðu. Atkvæði voru bæði greidd rafrænt og á pappír utan kjörfundar að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með niðurstöðuna. Hann segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða eindreginn stuðning við nýjan kjarasamning. „Við fögnum því að það hafi náðst í gegn. Ég held það sé allra hagur að þetta sé svona eindregin niðurstaða.“ Viðar les út úr niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar að félagsmenn hafi tekið afstöðu með mjög afgerandi hætti.Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta.Vísir/vilhelmMinnir á endurskoðunarákvæðið „Við minnum líka á það í ljósi umræðunnar síðustu daga - út af hótunum um verðhækkanir og fleira - að það er mjög sterkt endurskoðunarákvæði í samningnum sem getur komið til áhrifa strax í september á næsta ári eða eftir eitt og hálft ár og ég held að með svona öflugan stuðning verkafólks að baki samningnum þá reynir á að allir sýni raunveruleg heilindi gagnvart því að framfylgja þessum samningi og anda hans.“ Verkafólk hafi axlað mikla ábyrgð með því að hafa fallist á samning sem feli í sér litla launahækkun fyrsta árið. „Við auðvitað bara skorum á alla aðila og þá bæði Samtök atvinnulífsins og ríkisvaldið að raunverulega standa sína plikt og hafa það í huga að samningurinn er uppsegjanlegur verði skilyrðum ekki mætt.“ Inntur eftir viðbrögðum um dræma kjörsókn segir Viðar að það séu ýmsar getgátur uppi um skýringar þó erfitt sé að segja til um hvers vegna þátttaka í atkvæðagreiðslunni hafi einungis verið rúm tíu prósent. „Ég bendi á að þessi kjörskrá sem þarna er notast við er mjög stór. Það er notast við víðustu mögulegu skilgreiningu á því hverjir eru á henni. Þetta eru semsagt allir sem greiddu iðgjöld til okkar og voru í þeim störfum sem falla undir þennan samning í janúar og febrúar, algjörlega óháð því hvaða starfshlutfall er um að ræða og hversu lengi fólk hefur verið í starfi. Það er ekki verið að horfa til þess hvort þetta séu svokallaðir „fullgildir meðlimir“ það er að segja þeir sem hafa óskað eftir því að fá formlega inngöngu í félagið. Það gerir það að verkum að þetta verður mjög stór kjörskrá. Þarna er fólk sem kannski var að vinna einhverja tímabundna helgarvinnu með námi eða eitthvað slíkt.“ Hefðu viljað meiri þátttöku í atkvæðagreiðslu Engu að síður hefðu þau viljað sjá betri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Það sé hluti af langtímaáætlun Eflingar að auka virkni og vitund fólks um stéttarfélagsmál. „Við höfum þegar unnið mikið starf í því á síðasta ári og það er vinna sem heldur ótrauð áfram.“ Viðar tekur þó fram að hann telji forystu Eflingar hafa staðið sig vel í því að vekja athygli félagsmanna á samningnum. Allir félagsmenn Eflingar fengu kynningarbækling á íslensku, ensku og pólsku sendan heim í pósti auk þess sem nýr kjarasamningur var kynntur á opnum fjölsóttum fundum og á vinnustöðum. „Ég held að þeir sem raunverulega vildu láta í sér heyra með því að taka afstöðu fengu tækifæri til þess og hafa bara gefið upp sína afstöðu með mjög afgerandi hætti,“ segir Viðar sem mun rýna betur í tölurnar á næstu dögum.
Kjaramál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira