Sport

Styttu leið dagsins til þess að minnast unga hjólreiðamannsins sem lést

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lotto liðið í heild sinni.
Lotto liðið í heild sinni. vísir/getty
Það var ekki mikil stemning yfir fjórða deginum á Tour de Pologne í Póllandi eftir fréttirnar skelfilegu í gær er staðfest var að einn keppandinn hafi látist eftir slys.

Belginn, Bjorg Lambrecht, lést eftir árekstur við steypuklump er um 50 kílómetrar voru eftir af degi þrjú í gær.

Í dag tóku forráðamenn keppninnar þá ákvörðun um að stytta leið dagsins úr 173 kílómetrum niður í 133,7 kílómetra til þess að minnast Bjorg.







Mínútu þögn var haldinn í upphafi dagsins í dag og einnig á þeim stað sem atvikið átti sér stað í gær sem leiddi til dauða Belgans unga.

Fyrrum liðsfélagar Bjorg, hjá Lotto-Soudal, voru með sorgarbönd en Bjorg var talinn einn efnilegasti hjólreiðamaður Belga áður en atvikið hræðilega átti sér stað í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×