Á dögunum fékk Corden þau Emily Blunt og Lin-Manuel Miranda með sér í lið til að endurleika 22 söngleiki á aðeins tólf mínútum.
Leikararnir fara bæði með hlutverk í kvikmyndinni nýju Mary Poppins Returns sem er að sjálfsögðu söngleikjamynd.
Í atriðinu er farið yfir þekktustu söngleiki sögunnar og má sjá útkomuna hér að neðan.