Met slegið í fjölda útkalla hjá gæslunni Baldur Guðmundsson skrifar 8. janúar 2018 04:00 Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar, flutti slasað fólk af vettvangi rútuslyss milli jóla og nýárs. Á myndinni má sjá TF-GNÁ. vísir/anton brink Þyrlur og flugvélar Landhelgisgæslunnar fóru í 257 útköll á nýliðnu ári. Útköllin hafa aldrei verið fleiri. Ef miðað er við árið 2011 nemur aukningin 66 prósentum. Þetta kemur fram í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Fréttablaðsins en um er að ræða bráðabirgðatölur. Útköllin í fyrra voru litlu færri, eða 251 talsins. „Sérstaka athygli vekur fjölgun forgangsútkalla […] Árið 2016 voru þau 87 en í fyrra voru þau rúmlega eitt hundrað,“ segir í svarinu. Alls voru 173 sjúkir eða slasaðir fluttir með loftförum gæslunnar á árinu en 43 prósent þeirra var fólk af erlendu þjóðerni. Erlendum sjúklingum hafi fjölgað á milli ára en Íslendingum fækkað. Fram kemur að flugferðir gæslunnar hafi á nýliðnu ári verið 628 en í þeirri tölu eru æfinga- og gæsluflug meðtalin, auk leitar og björgunarútkalla. Það jafngildir 12 útköllum á viku. Flugstundir á þyrlum voru 880 en 671 á flugvélinni TF-SIF. Í svari gæslunnar segir að tvær þyrluáhafnir hafi verið til taks rúmlega helming ársins en það sé forsenda þess að hægt sé að sinna leitar- og björgunarútköllum lengra en tuttugu sjómílur frá landi. „Rétt er þó að undirstrika að oftast tekst að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við. Það er þó alls ekki sjálfgefið, kostar sitt og þýðir að þyrlusveitin tekst meiri skyldur á herðar en starfið býður.“ Útköllin tengdust að sögn margvíslegum verkefnum en nefnt er að þyrlusveitin hafi tekið virkan þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í upphafi ársins. Þyrlurnar hafi gegnt mikilvægu hlutverki í almannavörnum vegna flóða á Suðausturlandi í haust. Loks hafi öll loftför gæslunnar, þyrlurnar þrjár og flugvélin, verið kölluð út vegna rútuslyssins á Suðurlandi milli jóla og nýárs. „Það er einsdæmi og sýnir glöggt þörfina á því að bæði þyrlur og flugvél séu ávallt fullmannaðar og til taks.“ Útköllin reyndust fleiri á árinu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gert var ráð fyrir að fjórðungur flugtímans 2017 yrði vegna leitar- og björgunarverkefna en ekki þriðjungur, eins og raun bar vitni. „Þetta hafði í för með sér að þyrlurnar sinntu löggæslu- og eftirlitsverkefnum og æfingum minna en áformað var.“ Flugvélin TF-SIF sinnti landamæraeftirliti fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex, á Miðjarðarhafi í fjóra mánuði á nýliðnu ári. Fjórir af hverjum fimm flugtímum flugvélarinnar voru vegna þessara verkefna, að því er fram kemur í svari Landhelgisgæslunnar. Þar segir að erfið fjárhagsstaða stofnunarinnar hafi ráðið því að Frontex-verkefnin hafi orðið svo fyrirferðarmikil. „Tölurnar sýna að flugvélin nýttist þess vegna ekki sem skyldi við eftirlit og önnur verkefni á Íslandi því aðeins 14 prósent flugtíma TF-SIF á síðasta ári flokkuðust undir gæsluflug og fimm prósent þjálfun.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Þyrlur og flugvélar Landhelgisgæslunnar fóru í 257 útköll á nýliðnu ári. Útköllin hafa aldrei verið fleiri. Ef miðað er við árið 2011 nemur aukningin 66 prósentum. Þetta kemur fram í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Fréttablaðsins en um er að ræða bráðabirgðatölur. Útköllin í fyrra voru litlu færri, eða 251 talsins. „Sérstaka athygli vekur fjölgun forgangsútkalla […] Árið 2016 voru þau 87 en í fyrra voru þau rúmlega eitt hundrað,“ segir í svarinu. Alls voru 173 sjúkir eða slasaðir fluttir með loftförum gæslunnar á árinu en 43 prósent þeirra var fólk af erlendu þjóðerni. Erlendum sjúklingum hafi fjölgað á milli ára en Íslendingum fækkað. Fram kemur að flugferðir gæslunnar hafi á nýliðnu ári verið 628 en í þeirri tölu eru æfinga- og gæsluflug meðtalin, auk leitar og björgunarútkalla. Það jafngildir 12 útköllum á viku. Flugstundir á þyrlum voru 880 en 671 á flugvélinni TF-SIF. Í svari gæslunnar segir að tvær þyrluáhafnir hafi verið til taks rúmlega helming ársins en það sé forsenda þess að hægt sé að sinna leitar- og björgunarútköllum lengra en tuttugu sjómílur frá landi. „Rétt er þó að undirstrika að oftast tekst að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við. Það er þó alls ekki sjálfgefið, kostar sitt og þýðir að þyrlusveitin tekst meiri skyldur á herðar en starfið býður.“ Útköllin tengdust að sögn margvíslegum verkefnum en nefnt er að þyrlusveitin hafi tekið virkan þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í upphafi ársins. Þyrlurnar hafi gegnt mikilvægu hlutverki í almannavörnum vegna flóða á Suðausturlandi í haust. Loks hafi öll loftför gæslunnar, þyrlurnar þrjár og flugvélin, verið kölluð út vegna rútuslyssins á Suðurlandi milli jóla og nýárs. „Það er einsdæmi og sýnir glöggt þörfina á því að bæði þyrlur og flugvél séu ávallt fullmannaðar og til taks.“ Útköllin reyndust fleiri á árinu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gert var ráð fyrir að fjórðungur flugtímans 2017 yrði vegna leitar- og björgunarverkefna en ekki þriðjungur, eins og raun bar vitni. „Þetta hafði í för með sér að þyrlurnar sinntu löggæslu- og eftirlitsverkefnum og æfingum minna en áformað var.“ Flugvélin TF-SIF sinnti landamæraeftirliti fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex, á Miðjarðarhafi í fjóra mánuði á nýliðnu ári. Fjórir af hverjum fimm flugtímum flugvélarinnar voru vegna þessara verkefna, að því er fram kemur í svari Landhelgisgæslunnar. Þar segir að erfið fjárhagsstaða stofnunarinnar hafi ráðið því að Frontex-verkefnin hafi orðið svo fyrirferðarmikil. „Tölurnar sýna að flugvélin nýttist þess vegna ekki sem skyldi við eftirlit og önnur verkefni á Íslandi því aðeins 14 prósent flugtíma TF-SIF á síðasta ári flokkuðust undir gæsluflug og fimm prósent þjálfun.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira