Vilja banna sölu á límgildrum sem ekki má nota Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2018 20:00 Dýralæknir hjá Matvælastofnun telur þörf á endurskoðun laga til að koma megi í veg fyrir sölu á límgildrum fyrir mýs. Notkun þeirra er talin andstæð dýravelferðarlögum en sala og dreifing á þeim er heimil. Límgildrur fyrir mýs fást víða á Íslandi og njóta töluverðra vinsælda þar sem þær þykja skilvirkar í veiðum. Samkæmt lögum um dýravelferð skal hins vegar ávallt staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum sársauka og á aflífun að taka sem skemmstan tíma. Í frumvarpi til laganna er beinlínis minnst á límgildrur í þessu samhengi og þær sagðar ómannúðlegar þar sem dauðastríð dýra sem í þeim festast getur varað í langan tíma. Notkun þeirra er samkvæmt þessu óheimil en dýralæknir hjá Matvælastofnun segir hins vegar ekki hægt að stöðva sölu þeirra og dreifingu. „Í þessum lögum kemur einnig fram að sala og dreifing á tækjum og tólum sem eru ætluð til að meiða sé bönnuð á dýrum í haldi manna. Þar sem að fæstir halda mýs og önnur meindýr náum við ekki að nýta þessa lagaheimild til þess að gera þessi tæki og tól upptæk eða banna sölu og dreifingu," segir Þóra J. Jónasdóttir. Notkun á gildrunum er bönnuð á öllum Norðurlöndum en einungis í Svíþjóð hefur einnig verið tekið fyrir sölu og dreifingu. Þóra telur misræmið bagalegt. „Ég held það væri skýrar fyrir alla ef það væri sett reglugerð sem tæki á þessum atriðum því augljóslega finnst fólki mjög undarlegt að eitthvað sé leyft í sölu og dreifingu sem svo ekki má nota," segir Þóra. Ekki náðist í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem fer með málaflokkinn við vinnslu fréttarinnar en Þóra segir lögin gera ráð fyrir reglugerð um þetta efni og hefur MAST óskað eftir henni. „Þeir tóku jákvætt í erindi okkar en við höfum svo ekki heyrt meir. Það er mögulega í vinnslu þar eða mér er ekki alveg kunnugt um hvar það mál er statt hjá ráðuneytinu," segir Þóra. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Dýralæknir hjá Matvælastofnun telur þörf á endurskoðun laga til að koma megi í veg fyrir sölu á límgildrum fyrir mýs. Notkun þeirra er talin andstæð dýravelferðarlögum en sala og dreifing á þeim er heimil. Límgildrur fyrir mýs fást víða á Íslandi og njóta töluverðra vinsælda þar sem þær þykja skilvirkar í veiðum. Samkæmt lögum um dýravelferð skal hins vegar ávallt staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum sársauka og á aflífun að taka sem skemmstan tíma. Í frumvarpi til laganna er beinlínis minnst á límgildrur í þessu samhengi og þær sagðar ómannúðlegar þar sem dauðastríð dýra sem í þeim festast getur varað í langan tíma. Notkun þeirra er samkvæmt þessu óheimil en dýralæknir hjá Matvælastofnun segir hins vegar ekki hægt að stöðva sölu þeirra og dreifingu. „Í þessum lögum kemur einnig fram að sala og dreifing á tækjum og tólum sem eru ætluð til að meiða sé bönnuð á dýrum í haldi manna. Þar sem að fæstir halda mýs og önnur meindýr náum við ekki að nýta þessa lagaheimild til þess að gera þessi tæki og tól upptæk eða banna sölu og dreifingu," segir Þóra J. Jónasdóttir. Notkun á gildrunum er bönnuð á öllum Norðurlöndum en einungis í Svíþjóð hefur einnig verið tekið fyrir sölu og dreifingu. Þóra telur misræmið bagalegt. „Ég held það væri skýrar fyrir alla ef það væri sett reglugerð sem tæki á þessum atriðum því augljóslega finnst fólki mjög undarlegt að eitthvað sé leyft í sölu og dreifingu sem svo ekki má nota," segir Þóra. Ekki náðist í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem fer með málaflokkinn við vinnslu fréttarinnar en Þóra segir lögin gera ráð fyrir reglugerð um þetta efni og hefur MAST óskað eftir henni. „Þeir tóku jákvætt í erindi okkar en við höfum svo ekki heyrt meir. Það er mögulega í vinnslu þar eða mér er ekki alveg kunnugt um hvar það mál er statt hjá ráðuneytinu," segir Þóra.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira