Rekstrarstjóri lítur atvikið alvarlegum augum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2018 14:25 Á mynd sést pressugámur á borð við þann sem hinn 15 ára starfsmaðurinn lenti í. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Anton Brink „Við tökum þessum tilmælum og lítum þetta atvik alvarlegum augum og bregðumst við í samræmi við það,“ segir Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands ehf., um eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins en stofnunin fer fram á umbætur á aðbúnaði starfsfólks. Vinnueftirlitið heimsótti starfsstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands í gær vegna þess að fótur 15 ára unglings festist í pressugámi þegar hann var að störfum fyrir helgi. Eftir að hafa gaumgæft aðstæður krefst Vinnueftirlitið úrbóta af hálfu fyrirtækisins. „Þetta er í raun yfirsjón hans og hann metur kannski ekki hættuna eins og vera skyldi og fer þarna ofan í [pressugáminn] til þess að ýta á eftir ruslinu ofan í pressuhólfið og á meðan er pressan í gangi. Þá nær hann að klemma fótinn á milli,“ segir Helgi um tildrög slyssins. Drengurinn marðist á fæti og er skelkaður eftir atvikið. Hann er ekki kominn til vinnu en þegar hann snýr aftur til starfa verður hann settur í önnur störf hjá Gámaþjónustunni.Yfirsjón og mistök í skipulagi Helgi talar um yfirsjón og mistök í skipulagi af hálfu yfirmanna þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Hann segir að alla jafna séu tveir starfsmenn á gámasvæðinu á opnunartíma og að minnsta kosti annar þeirra þurfi að vera eldri en 18 ára. „Í þessu tilfelli eru þeir báðir of ungir en alla jafna er þarna eldri starfsmaður ásamt þá stundum einhverjum yngri. Það er í sjálfu sér í lagi á meðan sá eldri hefur burði til þess að hafa mannaforráð og stýra þeim yngri.“ Það hafi verið yfirsjón og mistök í skipulagi sem hafi orðið til þess að báðir starfsmennirnir hafi verið yngri en 18 ára á föstudagsvaktinni.Krafist úrbóta Í eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins er farið fram á útbætur af hálfu Gámaþjónustunnar. Annars vegar er farið fram á að Gámaþjónustan endurskoði áhættumat fyrir vinnu á gámasvæðinu, vinnu við pressugáma og vinnu barna og unglinga og hins vegar er vinna barna og unglinga undir 18 ára við pressugáma og önnur hættuleg tæki bönnuð. „Vinna barna og unglinga við gámasvæði Akureyringa við Réttarhvamm er bönnuð nema þau starfi með fullorðnum eða þeim sem náð hefur 18 ára aldri,“ segir í skýrslunni. Aðspurður segir Helgi að hann velti því fyrir sér hvort nægjanlega vel hefði verið staðið að kynningu á þessum þáttum fyrir starfsmönnum. „Við erum strax byrjuð að taka á því,“ bætir Helgi við.Lögreglan með málið í skoðun Jónas Halldór Sigurðsson, staðgengill yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir að málið sé í skoðun en að kæra hafi ekki borist lögreglu með formlegum hætti. Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Við tökum þessum tilmælum og lítum þetta atvik alvarlegum augum og bregðumst við í samræmi við það,“ segir Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands ehf., um eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins en stofnunin fer fram á umbætur á aðbúnaði starfsfólks. Vinnueftirlitið heimsótti starfsstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands í gær vegna þess að fótur 15 ára unglings festist í pressugámi þegar hann var að störfum fyrir helgi. Eftir að hafa gaumgæft aðstæður krefst Vinnueftirlitið úrbóta af hálfu fyrirtækisins. „Þetta er í raun yfirsjón hans og hann metur kannski ekki hættuna eins og vera skyldi og fer þarna ofan í [pressugáminn] til þess að ýta á eftir ruslinu ofan í pressuhólfið og á meðan er pressan í gangi. Þá nær hann að klemma fótinn á milli,“ segir Helgi um tildrög slyssins. Drengurinn marðist á fæti og er skelkaður eftir atvikið. Hann er ekki kominn til vinnu en þegar hann snýr aftur til starfa verður hann settur í önnur störf hjá Gámaþjónustunni.Yfirsjón og mistök í skipulagi Helgi talar um yfirsjón og mistök í skipulagi af hálfu yfirmanna þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Hann segir að alla jafna séu tveir starfsmenn á gámasvæðinu á opnunartíma og að minnsta kosti annar þeirra þurfi að vera eldri en 18 ára. „Í þessu tilfelli eru þeir báðir of ungir en alla jafna er þarna eldri starfsmaður ásamt þá stundum einhverjum yngri. Það er í sjálfu sér í lagi á meðan sá eldri hefur burði til þess að hafa mannaforráð og stýra þeim yngri.“ Það hafi verið yfirsjón og mistök í skipulagi sem hafi orðið til þess að báðir starfsmennirnir hafi verið yngri en 18 ára á föstudagsvaktinni.Krafist úrbóta Í eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins er farið fram á útbætur af hálfu Gámaþjónustunnar. Annars vegar er farið fram á að Gámaþjónustan endurskoði áhættumat fyrir vinnu á gámasvæðinu, vinnu við pressugáma og vinnu barna og unglinga og hins vegar er vinna barna og unglinga undir 18 ára við pressugáma og önnur hættuleg tæki bönnuð. „Vinna barna og unglinga við gámasvæði Akureyringa við Réttarhvamm er bönnuð nema þau starfi með fullorðnum eða þeim sem náð hefur 18 ára aldri,“ segir í skýrslunni. Aðspurður segir Helgi að hann velti því fyrir sér hvort nægjanlega vel hefði verið staðið að kynningu á þessum þáttum fyrir starfsmönnum. „Við erum strax byrjuð að taka á því,“ bætir Helgi við.Lögreglan með málið í skoðun Jónas Halldór Sigurðsson, staðgengill yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir að málið sé í skoðun en að kæra hafi ekki borist lögreglu með formlegum hætti.
Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54