Aðgerðir í Kiðagili á Sprengisandsleið gengu vel í dag. Þar voru björgunarsveitir kallaðar út til þess að sækja mann sem fallið hafði af fjórhjóli sem hann var á. Læknir og sjúkraflutningamenn fóru með björgunarsveitunum inn á hálendið og var maðurinn fluttur í björgunarsveitabíl.
Þetta staðfestir Guðmundur Salómonsson, sem stjórnaði aðgerðinni á vettvangi, í samtali við fréttastofu. Guðmundur sagði einnig að tíðafarið sé ekki orðið verra og það hafi hjálpað til.
Verið er að koma fjórhjólinu til byggða og ætti það að klárast á næstu mínútum.
Aðgerðin í Kiðagili gekk vel
Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
