Eric Clapton segist vera að missa heyrnina Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2018 21:42 Eric Clapton er talinn vera einn besti gítarleikari allra tíma. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Eric Clapton hefur nú opinberað að hann sé að missa heyrnina. Clapton greindi frá þessu í þættinum Steve Wright in the Afternoon á BBC Radio 2 í vikunni. Þar sagði hann að auk þess að missa heyrnina væri hann með tinnitus, sjúkdóm sem veldur krónísku eyrnasuði. „Ég meina, ég er að missa heyrnina, ég er með eyrnasuð, hendurnar mínar rétt svo virka,“ sagði Clapton. „Ég vona að fólk muni halda áfram að koma og sjá mig vegna þess að ég er furðuverk, eða jafnvel vegna einhvers annars. En ég veit að það er hluti af ástæðunni. Mér finnst magnað að ég sé enn hér.“Talinn einn sá allra besti Clapton hefur þó ekki í hyggju að leggja gítarinn á hilluna í bráð. „Ég mun halda áfram að vinna, ég er að spila hér og þar,“ sagði hann. „Það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að vera á áttræðisaldri og vera vandvirkur.“ Eric Clapton er fyrir löngu orðin goðsögn í tónlistarbransanum. Hann fagnar 73 ára afmæli sínu þann 30. mars næstkomandi. Hann hóf feril sinn með hljómsveitinniThe Yardbirds og seinna með Cream. Hann er talinn vera einn besti gítarleikari allra tíma og er eini tónlistarmaðurinn sem hefur í þrígang verið vígður inn í heiðurshöll tónlistarmanna (Rock and Roll Hall of Fame). Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Eric Clapton hefur nú opinberað að hann sé að missa heyrnina. Clapton greindi frá þessu í þættinum Steve Wright in the Afternoon á BBC Radio 2 í vikunni. Þar sagði hann að auk þess að missa heyrnina væri hann með tinnitus, sjúkdóm sem veldur krónísku eyrnasuði. „Ég meina, ég er að missa heyrnina, ég er með eyrnasuð, hendurnar mínar rétt svo virka,“ sagði Clapton. „Ég vona að fólk muni halda áfram að koma og sjá mig vegna þess að ég er furðuverk, eða jafnvel vegna einhvers annars. En ég veit að það er hluti af ástæðunni. Mér finnst magnað að ég sé enn hér.“Talinn einn sá allra besti Clapton hefur þó ekki í hyggju að leggja gítarinn á hilluna í bráð. „Ég mun halda áfram að vinna, ég er að spila hér og þar,“ sagði hann. „Það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að vera á áttræðisaldri og vera vandvirkur.“ Eric Clapton er fyrir löngu orðin goðsögn í tónlistarbransanum. Hann fagnar 73 ára afmæli sínu þann 30. mars næstkomandi. Hann hóf feril sinn með hljómsveitinniThe Yardbirds og seinna með Cream. Hann er talinn vera einn besti gítarleikari allra tíma og er eini tónlistarmaðurinn sem hefur í þrígang verið vígður inn í heiðurshöll tónlistarmanna (Rock and Roll Hall of Fame).
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“