Í fyrstu sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu þar sem því var ekki neitað að forsetinn hefði sagt þetta. Svo breyttist það í dag þegar Trump sjálfur þvertók fyrir það í illskiljanlegu tísti þar sem hann sagði þó að orðlag sitt hefði verið harkalegt.
Síðan þá hefur þingmaðurinn Richard J. Durbin, sem sótti fundinn sagt: „Víst“, eða því næst, og sagði hann Trump hafa sagt þetta oft. Aðrir þingmenn sem sóttu fundinn hafa sagt ummælin sem höfð eru eftir Trump vera rétt.
502 nordmenn flyttet til USA i 2016, 59 færre enn året før. Blir det flere nå? pic.twitter.com/uC8iF6nwUW
— SSB (@ssbnytt) January 12, 2018
Þar að auki búa Norðmenn við eitt af heimsins sterkustu velferðarkerfum sem haldið er uppi af olíuauði ríkisins.
Samvkæmt frétt Reuters, sem skrifuð er af norskum blaðamönnum, hafa fjölmargir Norðmenn gripið til samfélagsmiðla í dag til að tilkynna Trump að þau hafi engan áhuga á því að flytja til Bandaríkjanna.
„Svo ég tali fyrir Noreg; Takk, en nei takk," sagði Torbjoern Saetre á Twitter. „Við erum ekki á leiðinni. Skál frá Noregi,“ sagði einn.
Þegar blaðamenn hringdu í embættismenn í Noregi og spurðu út í orð Trump sagði einn að Norðmenn afþökkuðu boðið pent.
Bandarískur prófessor sem býr í Svíþjóð hefur tekist að fanga stemninguna í Noregi nokkuð vel.
Of course people from #Norway would love to move to a country where people are far more likely to be shot, live in poverty, get no healthcare because they’re poor, get no paid parental leave or subsidized daycare and see fewer women in political power. #Shithole
— Christian Christensen (@ChrChristensen) January 11, 2018
Á nítjándu og tuttugustu öld er talið að hundruð þúsunda hafi flutt frá Noregi til Bandaríkjanna vegna slæms efnahagsástands þar. Talið er að Noregur sé það ríki sem hafi tapað stærstum hluta íbúa sinna til Bandaríkjanna, að Írlandi undanskildu.
Til langs tíma áttu norskir innflytjendur erfitt í Bandaríkjunum. Margar kynslóðir drógust á eftir öðrum hópum þegar kom að tekjum og öðru. Rannsakendur sem skoðuðu norska innflytjendur komust að þeirri niðurstöðu að eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í 30 ár hafði þeim ekki tekist að bæta stöðu sína og ná sömu hæðum og innfæddir og aðrir innflytjendur frá Evrópu.
Flestir störfuðu þeir við landbúnað, fiskvinnslu og skógarhögg og börn innflytjenda áttu við sömu erfiðleika að stríða.
Eins og það er orðað í frétt WP þá er litið á norska innflytjendur sem manneskjur sem sem komu til Bandaríkjanna með ekkert og gáfu börnum sínum norska drauminn. Það virðist þó ekki eiga við rök að styðjast.