Byrjaði 13 ára að spara og keypti sína fyrstu íbúð á Bárugötunni 18 ára Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2018 09:30 Aron Már tók íbúðina í nefið. Aron Már Atlason byrjaði ungur að spara og keypti sína fyrstu íbúð aðeins 18 ára gamall. Hann á fallega eign á Bárugötunni. „Ég tók íbúðina alveg í gegn og er ótrúlega stoltur af þessu,“ segir Aron Már í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði þrettán ára að spara með pabba sem er rosalega mikil fyrirmynd mín í þessu og hefur sjálfur verið mikið í fasteignabraski. Ég ákvað að safna mér og ætlaði mér að kaupa íbúð þegar ég væri orðinn átján ára. Ég vann bara með grunnskóla og framhaldsskóla og lagði bara allt til hliðar.“ Aron segir að hann hafi í raun ekki eytt krónu í neitt sem ungur maður. „Þetta er auðvitað svolítið ýkt og kannski ekki fyrir hvern sem er að gera en ég lét bara verða að þessu. Þetta var bara draumurinn minn og ég get staðið í honum í dag. Fyrsta vinnan mín var í bakaríi í Grafarholtinu og síðan fór ég að vinna í túristabúð við Seljalandsfoss. Þegar ég hafði tíma til að vinna, þá bara vann ég.“Aron lagði gríðarlega mikla vinnu á sig.Hann segist hafa lesið mikið sem barn og fljótlega komist að því að fasteignamarkaðurinn sé einn af þeim stöðugustu. „Þetta er einn af þeim markaði sem á mjög erfitt með að hrynja, allavega af minni vitund. Líka þegar þú ert kominn svona nálægt miðbænum, þá ertu að setja pening þinn í öryggi. Ég byrjaði bara fyrst að rífa niður einn lista og áður en ég vissi af var bara allt orðið fokhelt, og ég kominn töluvert fram úr sjálfum mér.“ Aron segist hafa fengið gríðarlega mikla aðstoð frá fjölskyldu sinni og margir iðnaðarmenn eru í kringum hann. „Það halda eflaust margir að ég hafi fengið þetta allt frá foreldrum mínum og eigi í raun ekkert í þessu, en ég sjálfur veit hvað ég setti mikið í þetta og er gríðarlega stoltur af þessu.“ Íbúðin er einstaklega falleg og á besta stað í bænum. Hér að neðan má sjá eign Arons frá því í þætti gærkvöldsins. Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Aron Már Atlason byrjaði ungur að spara og keypti sína fyrstu íbúð aðeins 18 ára gamall. Hann á fallega eign á Bárugötunni. „Ég tók íbúðina alveg í gegn og er ótrúlega stoltur af þessu,“ segir Aron Már í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði þrettán ára að spara með pabba sem er rosalega mikil fyrirmynd mín í þessu og hefur sjálfur verið mikið í fasteignabraski. Ég ákvað að safna mér og ætlaði mér að kaupa íbúð þegar ég væri orðinn átján ára. Ég vann bara með grunnskóla og framhaldsskóla og lagði bara allt til hliðar.“ Aron segir að hann hafi í raun ekki eytt krónu í neitt sem ungur maður. „Þetta er auðvitað svolítið ýkt og kannski ekki fyrir hvern sem er að gera en ég lét bara verða að þessu. Þetta var bara draumurinn minn og ég get staðið í honum í dag. Fyrsta vinnan mín var í bakaríi í Grafarholtinu og síðan fór ég að vinna í túristabúð við Seljalandsfoss. Þegar ég hafði tíma til að vinna, þá bara vann ég.“Aron lagði gríðarlega mikla vinnu á sig.Hann segist hafa lesið mikið sem barn og fljótlega komist að því að fasteignamarkaðurinn sé einn af þeim stöðugustu. „Þetta er einn af þeim markaði sem á mjög erfitt með að hrynja, allavega af minni vitund. Líka þegar þú ert kominn svona nálægt miðbænum, þá ertu að setja pening þinn í öryggi. Ég byrjaði bara fyrst að rífa niður einn lista og áður en ég vissi af var bara allt orðið fokhelt, og ég kominn töluvert fram úr sjálfum mér.“ Aron segist hafa fengið gríðarlega mikla aðstoð frá fjölskyldu sinni og margir iðnaðarmenn eru í kringum hann. „Það halda eflaust margir að ég hafi fengið þetta allt frá foreldrum mínum og eigi í raun ekkert í þessu, en ég sjálfur veit hvað ég setti mikið í þetta og er gríðarlega stoltur af þessu.“ Íbúðin er einstaklega falleg og á besta stað í bænum. Hér að neðan má sjá eign Arons frá því í þætti gærkvöldsins.
Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira