Segir laxeldismyndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2018 22:30 Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug. Hann segir laxeldisfyrirtæki á Íslandi nota þróaðri búnað en notaður var í Noregi á árum áður, unnið sé með vísindafólki í faginu og að um umhverfisvæna matvælaframleiðslu sé að ræða. Í gær sýndi RÚV heimildarmynd um laxeldi þar sem rætt var við Íslendinga, þar af fjölda stangveiðimanna sem óttast blöndun við villta laxinn, og Norðmenn og Skota sem, vegna eigin reynslu, vöruðu Íslendinga við náttúruspjöllum og erfðamengun í fiskistofnum. Í bítinu á Bylgjunni sagði Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva að kvikmyndin væri ekki heimildarmynd heldur einhliða mynd fjármögnuð af andstæðingum fiskeldis. Fór hann í gegnum meintar rangfærslur í myndinni, til að mynda hvað varðar mengandi fóðurfjöll á hafsbotni, slysasleppingar og ótta um sýkingar. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtækið á Íslandi, með laxeldi á sunnanverðum vestfjörðum og stefnir á mikla stækkun á næstunni með tilheyrandi fjölgun starfsmanna. Starfsemin hefur nú þegar haft gífurleg áhrif á samfélögin á svæðinu. Árið 2013 var Bildudalur skilgreindur sem brothætt byggð. Fyrir ári síðan sagði bærinn sig úr verkefninu enda mikil atvinnuuppbygging og fólksfjölgun í bænum.Vinna náið með vísindafólki Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax segir ósanngjarnt að bera saman fiskeldi á Íslandi í dag og í Noregi fyrir þrjátíu árum síðan þar sem mikil framþróun hafi átt sér stað á öllum búnaði. „Í dag er mjög mikið breytt, mjög mikið verið að huga að náttúrunni og öllu í kringum það. Þetta er umhverfisvæn matvælaframleiðsla og hefur vottanir líka, sem er krafist eins og til dæmis fyrir Whole foods, og við erum að sækja fleiri vottanir þar sem umhverfismálin eru númer eitt tvö og þrjú og aðalatriðið.“ Víkingur segir að unnið sé náið með vísindafólki í faginu, að Íslensk stjórnvöld hafi einnig gert vel í reglugerðum varðandi vottaðan búnað og Hafrannóknarstofnun fylgist náið með. „Það er 75 prósent af íslensku strandlengjunni lokaður til fiskeldis. Þetta hefur engin önnur þjóð gert og þetta er partur af því að vernda vilta fiskinn og byggja þennan iðnað upp hægt og rólega eins og við erum að gera.“ Tengdar fréttir Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjókvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar. 21. febrúar 2018 06:00 Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir bæði frístundaveiðimenn og laxeldisfyrirtæki stunda siðlausa hegðun gagnvart fiskum sem synda í kringum landið, bæði frjálsir og í kvíum. Annað væri uppi á teningnum ef fiskar gæfi frá sér sársaukaóp við veiðar. Fimmtíu þúsund fiskar drápust í eldi í Tálknafirði 26. febrúar 2018 09:00 Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug. Hann segir laxeldisfyrirtæki á Íslandi nota þróaðri búnað en notaður var í Noregi á árum áður, unnið sé með vísindafólki í faginu og að um umhverfisvæna matvælaframleiðslu sé að ræða. Í gær sýndi RÚV heimildarmynd um laxeldi þar sem rætt var við Íslendinga, þar af fjölda stangveiðimanna sem óttast blöndun við villta laxinn, og Norðmenn og Skota sem, vegna eigin reynslu, vöruðu Íslendinga við náttúruspjöllum og erfðamengun í fiskistofnum. Í bítinu á Bylgjunni sagði Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva að kvikmyndin væri ekki heimildarmynd heldur einhliða mynd fjármögnuð af andstæðingum fiskeldis. Fór hann í gegnum meintar rangfærslur í myndinni, til að mynda hvað varðar mengandi fóðurfjöll á hafsbotni, slysasleppingar og ótta um sýkingar. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtækið á Íslandi, með laxeldi á sunnanverðum vestfjörðum og stefnir á mikla stækkun á næstunni með tilheyrandi fjölgun starfsmanna. Starfsemin hefur nú þegar haft gífurleg áhrif á samfélögin á svæðinu. Árið 2013 var Bildudalur skilgreindur sem brothætt byggð. Fyrir ári síðan sagði bærinn sig úr verkefninu enda mikil atvinnuuppbygging og fólksfjölgun í bænum.Vinna náið með vísindafólki Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax segir ósanngjarnt að bera saman fiskeldi á Íslandi í dag og í Noregi fyrir þrjátíu árum síðan þar sem mikil framþróun hafi átt sér stað á öllum búnaði. „Í dag er mjög mikið breytt, mjög mikið verið að huga að náttúrunni og öllu í kringum það. Þetta er umhverfisvæn matvælaframleiðsla og hefur vottanir líka, sem er krafist eins og til dæmis fyrir Whole foods, og við erum að sækja fleiri vottanir þar sem umhverfismálin eru númer eitt tvö og þrjú og aðalatriðið.“ Víkingur segir að unnið sé náið með vísindafólki í faginu, að Íslensk stjórnvöld hafi einnig gert vel í reglugerðum varðandi vottaðan búnað og Hafrannóknarstofnun fylgist náið með. „Það er 75 prósent af íslensku strandlengjunni lokaður til fiskeldis. Þetta hefur engin önnur þjóð gert og þetta er partur af því að vernda vilta fiskinn og byggja þennan iðnað upp hægt og rólega eins og við erum að gera.“
Tengdar fréttir Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjókvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar. 21. febrúar 2018 06:00 Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir bæði frístundaveiðimenn og laxeldisfyrirtæki stunda siðlausa hegðun gagnvart fiskum sem synda í kringum landið, bæði frjálsir og í kvíum. Annað væri uppi á teningnum ef fiskar gæfi frá sér sársaukaóp við veiðar. Fimmtíu þúsund fiskar drápust í eldi í Tálknafirði 26. febrúar 2018 09:00 Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjókvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar. 21. febrúar 2018 06:00
Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir bæði frístundaveiðimenn og laxeldisfyrirtæki stunda siðlausa hegðun gagnvart fiskum sem synda í kringum landið, bæði frjálsir og í kvíum. Annað væri uppi á teningnum ef fiskar gæfi frá sér sársaukaóp við veiðar. Fimmtíu þúsund fiskar drápust í eldi í Tálknafirði 26. febrúar 2018 09:00
Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51