Stormur og takmarkað skyggni í dag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 08:15 Stormur og hríð verður í höfuðborginni í dag. VÍSIR/VILHELM Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við vestan stormi og hríð. Mjög blint í snjókomu og skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum á svæðinu. Á Suðurlandi og Faxaflóa má búast við hviðum í allt að 40 m/s. Gul viðvörun er a Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og miðhálendi landsins. Óli Þór Árnason hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að það sé útlit fyrir að mesti vindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Viðbúið er að skyggni verði mjög takmarkað í versta veðrinu, sem verður á öllu Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi og verður að auki á Suðausturlandi seinnipartinn í dag. Er æskilegt að ana ekki út að óþörfu í dag enda má búast við samgöngutruflunum. Segir Óli Þór að þetta sé leiðinlegasta veðrið sem við hefðum geta fengið. Versta veðrið skellur á um og upp úr hádegi og segir Óli Þór að það verði svipað megnið af deginum. Það fer að draga úr því í kvöld en lægir sennilega ekki fyrr en seint í kvöld eða í nótt. Áfram verður úrkoma í dag og mjög blint og leiðinlegt. Óli Þór telur að þetta geti mjög auðveldlega orðið leiðinlegasta veðrið sem sést hefur á höfuðborgarsvæðinu í ár og hvetur fólk til að fylgjast vel með spám og veðri. Stormur og hríð Búast má við vonskuveðri sunnan- og vestantil á landinu í dag, norðvestan og vestan stormur eða rok með snjókomu og éljum og mjög lélegu skyggni samkvæmt hugleiðingum dagsins frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Vindstrengur sem liggur fyrir sunnan og vestan lægðina sem sem var að hrella okkur í gær mun ná inn á landið sunnan og vestanvert samkvæmt nýjustu veðurspám og verður hvassast úti við ströndina. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að lægðarmiðjan mundi vera yfir Höfuðborgarsvæðinu um hádegi og halda vindstrengnum þar með fyrir sunnan landið, en nú eru mestu líkur á því að lægðarmiðjan nái ekki svo langt suður og því er vindstrengurinn inn á landi. Eins og áður sagði er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir suðvestanvert landið, þar með talið Höfuðborgarsvæðið og má búast við samgöngutruflunum á meðan veðrið stendur yfir. Fólk er hvatt að fara með gát og fylgjast vel með veðurspám því svona smálægðir geta verið ólíkindatól. Á mánudags morgun má búast við rólegu veðri um allt land, en næsta lægð sem er í myndun langt suðvestur í hafi kemur á hraðsiglingu upp að landinu á mánudagskvöld. Veðurhorfur næsta sólarhringinn er vestlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Gengur í norðvestan og vestan 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu í dag með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en heldur hvassara og snjókoma austanlands seint í dag. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 8-15 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri eða storm um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðvestlæg átt 5-13 m/s og stöku él í flestum landshlutum. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Hvessir með snjókomu suðaustan- og austanlands um kvöldið.Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss breytileg átt og snjókoma víða um land. Hægari sunnanátt undir kvöld og dálítil él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í hvassa austan- og norðaustanátt. Yfirleitt þurrt vestantil á landinu, annars snjókoma eða slydda, en síðar rigning við sjóinn. Hlýnar heldur í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austanlands, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki.Á laugardag:Líklega fremur hæg suðlæg átt. Bjart með köflum og yfirleitt úrkomulaust. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við vestan stormi og hríð. Mjög blint í snjókomu og skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum á svæðinu. Á Suðurlandi og Faxaflóa má búast við hviðum í allt að 40 m/s. Gul viðvörun er a Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og miðhálendi landsins. Óli Þór Árnason hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að það sé útlit fyrir að mesti vindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Viðbúið er að skyggni verði mjög takmarkað í versta veðrinu, sem verður á öllu Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi og verður að auki á Suðausturlandi seinnipartinn í dag. Er æskilegt að ana ekki út að óþörfu í dag enda má búast við samgöngutruflunum. Segir Óli Þór að þetta sé leiðinlegasta veðrið sem við hefðum geta fengið. Versta veðrið skellur á um og upp úr hádegi og segir Óli Þór að það verði svipað megnið af deginum. Það fer að draga úr því í kvöld en lægir sennilega ekki fyrr en seint í kvöld eða í nótt. Áfram verður úrkoma í dag og mjög blint og leiðinlegt. Óli Þór telur að þetta geti mjög auðveldlega orðið leiðinlegasta veðrið sem sést hefur á höfuðborgarsvæðinu í ár og hvetur fólk til að fylgjast vel með spám og veðri. Stormur og hríð Búast má við vonskuveðri sunnan- og vestantil á landinu í dag, norðvestan og vestan stormur eða rok með snjókomu og éljum og mjög lélegu skyggni samkvæmt hugleiðingum dagsins frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Vindstrengur sem liggur fyrir sunnan og vestan lægðina sem sem var að hrella okkur í gær mun ná inn á landið sunnan og vestanvert samkvæmt nýjustu veðurspám og verður hvassast úti við ströndina. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að lægðarmiðjan mundi vera yfir Höfuðborgarsvæðinu um hádegi og halda vindstrengnum þar með fyrir sunnan landið, en nú eru mestu líkur á því að lægðarmiðjan nái ekki svo langt suður og því er vindstrengurinn inn á landi. Eins og áður sagði er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir suðvestanvert landið, þar með talið Höfuðborgarsvæðið og má búast við samgöngutruflunum á meðan veðrið stendur yfir. Fólk er hvatt að fara með gát og fylgjast vel með veðurspám því svona smálægðir geta verið ólíkindatól. Á mánudags morgun má búast við rólegu veðri um allt land, en næsta lægð sem er í myndun langt suðvestur í hafi kemur á hraðsiglingu upp að landinu á mánudagskvöld. Veðurhorfur næsta sólarhringinn er vestlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Gengur í norðvestan og vestan 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu í dag með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en heldur hvassara og snjókoma austanlands seint í dag. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 8-15 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri eða storm um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðvestlæg átt 5-13 m/s og stöku él í flestum landshlutum. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Hvessir með snjókomu suðaustan- og austanlands um kvöldið.Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss breytileg átt og snjókoma víða um land. Hægari sunnanátt undir kvöld og dálítil él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í hvassa austan- og norðaustanátt. Yfirleitt þurrt vestantil á landinu, annars snjókoma eða slydda, en síðar rigning við sjóinn. Hlýnar heldur í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austanlands, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki.Á laugardag:Líklega fremur hæg suðlæg átt. Bjart með köflum og yfirleitt úrkomulaust. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51