Yfirburðasigur meistara Patriots Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2018 04:51 Tom Brady þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í kvöld. Vísir/Getty New England Patriots er komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni sjöunda árið í röð eftir yfirburðasigur á Tennessee Titans á heimavelli í kvöld, 35-14. Gestirnir frá Nashville komust reyndar yfir í leiknum þegar Marcus Mariota gaf frábæra sendingu á Corey Davis sem þurfti að grípa boltann með einni hendi. Vörn Tennessee hafði þar að auki staðið sig vel gegn Tom Brady og sóknarliði Patriots og haldið honum í skefjum í fyrstu sóknum heimamanna. En það átti eftir að breytast snögglega í öðrum leikhluta. Sóknarvél Patriots fór þá að malla og náði James White að skora tvö snertimörk með stuttu millibili. Chris Hogan bætti því þriðja við áður en fyrri hálfleik lauk. Sigurinn var formsatriði fyrir Patriots eftir þetta og síðari hálfleikurinn var alger einstefna af hálfu heimamanna. Brandon Bolden og Rob Gronkowski bættu við snertimörkum áður en Davis skoraði sárabótarmark fyrir Titans - hans annað í leiknum. Brady spilaði frábærlega í leiknum og var með samtals 337 sendingajarda og þrjú snertimörk. Hann kastaði mikið í leiknum - alls 53 sendingar. Mariota var með 254 jarda og tvö snertimörk. En mestu munaði um að hlaupaleikurinn var slakur hjá Titans og Derrick Henry skilaði aðeins 28 jördum í tólf tilraunum. Vörn Patriots náði þar með að slá hættulegasta sóknarvopn úr höndum Mariota. Jack Conklin, hægri tæklarinn í sóknarlínu Titans, fór meiddur af velli snemma leiks og sneri ekki aftur. Gestirnir máttu ekki við því og var sóknarlínan aðeins skugginn af sjálfum sér en Mariota var felldur alls átta sinnum í leiknum. Patriots mætir annað hvort Pittsburgh Steelers eða Jacksonville Jaguars í úrslitaleiknum en þau eigast við klukkan 18.05 á morgun, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NFL Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Sjá meira
New England Patriots er komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni sjöunda árið í röð eftir yfirburðasigur á Tennessee Titans á heimavelli í kvöld, 35-14. Gestirnir frá Nashville komust reyndar yfir í leiknum þegar Marcus Mariota gaf frábæra sendingu á Corey Davis sem þurfti að grípa boltann með einni hendi. Vörn Tennessee hafði þar að auki staðið sig vel gegn Tom Brady og sóknarliði Patriots og haldið honum í skefjum í fyrstu sóknum heimamanna. En það átti eftir að breytast snögglega í öðrum leikhluta. Sóknarvél Patriots fór þá að malla og náði James White að skora tvö snertimörk með stuttu millibili. Chris Hogan bætti því þriðja við áður en fyrri hálfleik lauk. Sigurinn var formsatriði fyrir Patriots eftir þetta og síðari hálfleikurinn var alger einstefna af hálfu heimamanna. Brandon Bolden og Rob Gronkowski bættu við snertimörkum áður en Davis skoraði sárabótarmark fyrir Titans - hans annað í leiknum. Brady spilaði frábærlega í leiknum og var með samtals 337 sendingajarda og þrjú snertimörk. Hann kastaði mikið í leiknum - alls 53 sendingar. Mariota var með 254 jarda og tvö snertimörk. En mestu munaði um að hlaupaleikurinn var slakur hjá Titans og Derrick Henry skilaði aðeins 28 jördum í tólf tilraunum. Vörn Patriots náði þar með að slá hættulegasta sóknarvopn úr höndum Mariota. Jack Conklin, hægri tæklarinn í sóknarlínu Titans, fór meiddur af velli snemma leiks og sneri ekki aftur. Gestirnir máttu ekki við því og var sóknarlínan aðeins skugginn af sjálfum sér en Mariota var felldur alls átta sinnum í leiknum. Patriots mætir annað hvort Pittsburgh Steelers eða Jacksonville Jaguars í úrslitaleiknum en þau eigast við klukkan 18.05 á morgun, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NFL Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Sjá meira