Ofbeldi, áreitni og mismunun í prestastétt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. janúar 2018 06:00 Séra Guðrún Karls Helgudóttir afhendir biskup áskorun prestvígðra kvenna. Fréttablaðið/Vilhelm „Auðvitað er þetta vandmeðfarið í fámennri stétt eins og okkar,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna, um yfirlýsingu kvenna sem stigu fram í gær í tengslum við #metoo byltinguna. Sextíu og fimm konur skora á biskup, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna, prestvígðra og annarra í kirkjunni. „Við höfum líkt og aðrar konur búið við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun. Sögur okkar kvenna í samfélaginu eru allar eins. Við töldum nauðsynlegt að styðja við bakið á kynsystrum okkar og deila okkar sögum,“ segir Jóhanna. Hún segir að konur í Félagi prestvígðra kvenna hafi byrjað að ræða saman sín á milli í desember. Þær hafi síðan fundið hvatningu í nýársávarpi Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til að stíga fram. „Agnes ræddi #metoo byltinguna í nýársávarpi sínu og það var okkur hvatning til að stíga loks fram,“ segir Jóhanna sem segir kvenpresta sammála um að vel hafi verið tekið í áskorun þeirra. Samhliða áskoruninni birtu prestarnir í gær yfir sextíu sögur þar sem þær lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun á vinnustöðum sínum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup brást við áskorun og frásögnum kvennanna. Hún sagðist þakklát öllum þeim sem stigið hefðu fram og sagt frá reynslu sinni. „Ég tek hjartanlega undir þá sanngjörnu og eðlilegu kröfu sem prestvígðar konur hafa sett fram. Ég mun leggja mig alla fram við að bæta starfsumhverfi kvenna og samskiptin milli fólks í kirkjusamfélaginu,“ sagði Agnes. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
„Auðvitað er þetta vandmeðfarið í fámennri stétt eins og okkar,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna, um yfirlýsingu kvenna sem stigu fram í gær í tengslum við #metoo byltinguna. Sextíu og fimm konur skora á biskup, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna, prestvígðra og annarra í kirkjunni. „Við höfum líkt og aðrar konur búið við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun. Sögur okkar kvenna í samfélaginu eru allar eins. Við töldum nauðsynlegt að styðja við bakið á kynsystrum okkar og deila okkar sögum,“ segir Jóhanna. Hún segir að konur í Félagi prestvígðra kvenna hafi byrjað að ræða saman sín á milli í desember. Þær hafi síðan fundið hvatningu í nýársávarpi Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til að stíga fram. „Agnes ræddi #metoo byltinguna í nýársávarpi sínu og það var okkur hvatning til að stíga loks fram,“ segir Jóhanna sem segir kvenpresta sammála um að vel hafi verið tekið í áskorun þeirra. Samhliða áskoruninni birtu prestarnir í gær yfir sextíu sögur þar sem þær lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun á vinnustöðum sínum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup brást við áskorun og frásögnum kvennanna. Hún sagðist þakklát öllum þeim sem stigið hefðu fram og sagt frá reynslu sinni. „Ég tek hjartanlega undir þá sanngjörnu og eðlilegu kröfu sem prestvígðar konur hafa sett fram. Ég mun leggja mig alla fram við að bæta starfsumhverfi kvenna og samskiptin milli fólks í kirkjusamfélaginu,“ sagði Agnes.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34