Tónlist

Föstudagsplaylisti Ella Grill

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Elli Grill er hluti af rapphópnum Shades of Reykjavík.
Elli Grill er hluti af rapphópnum Shades of Reykjavík. fbl/ernir

Sérvitri rappgosinn Elli Grill á heiðurinn að lagalista vikunnar.

Hann gaf nýverið út sína aðra plötu Pottþétt Elli Grill, sem er með skemmtilega nálgun á endurmótun tónlistar tíunda áratugarins. Undanfarin ár má segja að hafi verið offramboð á tónlist sem vitnar að einhverju leyti í tíunda áratuginn en eins og áður fer Elli sína eigin leið og kemst upp með það.

Útgáfutónleikar plötunnar voru haldnir á Húrra síðastliðna helgi og voru að sögn mjög „spiritual“. Í kjölfarið sagðist Elli ætla að gefa út nýtt tónlistarmyndband um leið og hann nái þúsund fylgjendum á instagram.

Listinn fellur vel að léttum danssporum í niðamyrkri, og má á honum m.a. finna nýja slagara með eistnesku rappstjörnunni Tommy Cash og íslenska teknó súrrealistanum Bjarka, en Elli hefur sjálfur sagst vera með teknó-ið í blóðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.