Sport

Glímuþjálfari Gunnars: Ég elska Ísland

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Matthew Miller.
Matthew Miller.
Maðurinn sem sér til þess að glíman hjá Gunnari Nelson sé betri en aldrei fyrr kemur frá Kanada og elskar Ísland.

Kanadamaðurinn viðkunnalegi heitir Matthew Miller og er alinn upp rétt utan við Toronto. Hann hefur æft með Gunnari undanfarin ár og er ástfanginn af Íslandi.

„Ég elska Ísland. Það er enginn staður eins og Ísland. Hluti af mér er auðvitað kanadískur en Ísland hefur eiginlega stolið hjarta mínu. Allir á Íslandi eru æðislegur og ég hef verið svo heppinn að upplifa mikið á Íslandi,“ segir Miller en foreldrar hans búa á sveitabæ í 90 mínútna fjarlægð frá Toronto.

Æfingabúðir Gunnars fyrir bardaga helgarinnar fóru aðeins fram á Íslandi og hann hefur hrósað þeim í hástert. Það gerir Miller sömuleiðis.

„Þetta hafa verið frábærar æfingabúðir og einhverjar þær bestu sem ég hef tekið þátt í. Ég held að hann sé í besta formi lífs síns. Hluti af ferðalaginu að vera íþróttamaður er að geta púslað því þannig að þú verðir alltaf betri. Gunni er að ná sínum hátindi og hefur tekið skref í rétta átt.“

Líkt og aðrir í kringum Gunnar er Miller bjartsýnn.

„Andstæðingur hans er nokkuð villtur og vill stíga fram. Gunni er sterkur að svara fyrir sig og bregst vel við. Ég sé að Gunni kýli hann niður eða taki í fæturnar er hann kemur fram. Ég sé fyrir mér að Gunni klári þennan bardaga.“

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.





MMA

Tengdar fréttir

Segir Gunnar geta farið fimm lotur af fullum krafti

Maðurinn sem hefur aðstoðað við að koma Gunnari í form lífs síns heitir Unnar Helgason og er styrktar og þrekþjálfari. Þeirra samstarf hefur augljóslega gengið frábærlega eins og sjá má á Gunnari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×