Persónurnar taka völdin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 10:00 Shari Lapena er í hópi vinsælustu spennusagnahöfunda heims. Fréttablaðið/Sigtryggur Spennusögur kanadíska rithöfundarins Shari Lapena njóta mikilla vinsælda víða um heim. Tvær þeirra hafa komið út í íslenskri þýðingu, Óboðinn gestur og Hjónin við hliðina sem er vinsælasta bók hennar og hefur verið seld til tæplega 40 landa. Lapena kom hingað til lands vegna Iceland noir glæpasagnahátíðarinnar og tók með sér eiginmann sinn og dóttur sem var afar áhugasöm um að koma til Íslands. Lapena starfaði um tíma sem lögfræðingur en segir að starfið hafi ekki átt við sig. „Mig langaði til að skrifa skáldsögu. Ég hafði ekki mikið sjálfstraust svo ég skrifaði í laumi og sagði engum frá því. Skáldsagan mín kom út og fékk góða dóma svo ég skrifaði aðra. Þessar sögur voru með gamansömum tón og þar var ekkert planað fyrirfram, ég settist bara niður og persónur og atburðarás kom til mín. Mig langaði til að skrifa spennusögu því ég les mikið af þeim, en hélt að þar yrði atburðarásin að vera ákveðin fyrirfram. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að fara að því, ég get ekki planað heila bók fyrirfram. Ég verð fyrst að skapa persónur og þær taka svo af mér völdin og þá fara alls konar hlutir að gerast. Ian Reid sagði mér að það sama ætti við um hann þegar hann væri að skrifa.“ Aðalpersónurnar í spennubókum Lapena hafa alltaf einhverju miklu að leyna. „Þegar fólk á í hlut þá er ekki alltaf allt sem sýnist, en ég er að skrifa spennusögur og þá verður mikið að ganga á í lífi persónanna sem búa yfir leyndarmálum og bak við snyrtilegt yfirborð leynist ýmislegt. En ef maður skoðar hvað er í fréttum þá er greinilegt að fólk gerir alls konar einkennilega og stundum hræðilega hluti,“ segir hún. Í sögunum leynist líka svartur húmor. „Sögurnar sem ég skrifaði áður en ég fór að skrifa spennusögur voru gamansögur og ég hélt að ég myndi alltaf skrifa þannig bækur. Ég vil ekki setja mikinn húmor í spennusögurnar því það tekur athyglina frá spennunni en leyfi mér einstaka sinnum að sýna svartan húmor.“ Nýjasta bók Lapena er An Unwanted Guest sem er skrifuð undir áhrifum frá einni frægustu bók Agöthu Christie, And Then there Were None, en þar er hópur fólks fastur á eyðieyju og jafnt og þétt fer að fækka í hópnum. „Ég er mikill aðdáandi Agöthu Christie, ég ólst upp við bækur hennar og hef lesið þær allar. Í síðustu bók minni eru tíu einstaklingar innilokaðir á hóteli í óveðri í New York og hvert dauðsfallið rekur annað,“ segir Lapena sem er byrjuð að skrifa nýja bók en vill ekkert gefa upp um efni hennar, segir það vera leyndarmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Spennusögur kanadíska rithöfundarins Shari Lapena njóta mikilla vinsælda víða um heim. Tvær þeirra hafa komið út í íslenskri þýðingu, Óboðinn gestur og Hjónin við hliðina sem er vinsælasta bók hennar og hefur verið seld til tæplega 40 landa. Lapena kom hingað til lands vegna Iceland noir glæpasagnahátíðarinnar og tók með sér eiginmann sinn og dóttur sem var afar áhugasöm um að koma til Íslands. Lapena starfaði um tíma sem lögfræðingur en segir að starfið hafi ekki átt við sig. „Mig langaði til að skrifa skáldsögu. Ég hafði ekki mikið sjálfstraust svo ég skrifaði í laumi og sagði engum frá því. Skáldsagan mín kom út og fékk góða dóma svo ég skrifaði aðra. Þessar sögur voru með gamansömum tón og þar var ekkert planað fyrirfram, ég settist bara niður og persónur og atburðarás kom til mín. Mig langaði til að skrifa spennusögu því ég les mikið af þeim, en hélt að þar yrði atburðarásin að vera ákveðin fyrirfram. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að fara að því, ég get ekki planað heila bók fyrirfram. Ég verð fyrst að skapa persónur og þær taka svo af mér völdin og þá fara alls konar hlutir að gerast. Ian Reid sagði mér að það sama ætti við um hann þegar hann væri að skrifa.“ Aðalpersónurnar í spennubókum Lapena hafa alltaf einhverju miklu að leyna. „Þegar fólk á í hlut þá er ekki alltaf allt sem sýnist, en ég er að skrifa spennusögur og þá verður mikið að ganga á í lífi persónanna sem búa yfir leyndarmálum og bak við snyrtilegt yfirborð leynist ýmislegt. En ef maður skoðar hvað er í fréttum þá er greinilegt að fólk gerir alls konar einkennilega og stundum hræðilega hluti,“ segir hún. Í sögunum leynist líka svartur húmor. „Sögurnar sem ég skrifaði áður en ég fór að skrifa spennusögur voru gamansögur og ég hélt að ég myndi alltaf skrifa þannig bækur. Ég vil ekki setja mikinn húmor í spennusögurnar því það tekur athyglina frá spennunni en leyfi mér einstaka sinnum að sýna svartan húmor.“ Nýjasta bók Lapena er An Unwanted Guest sem er skrifuð undir áhrifum frá einni frægustu bók Agöthu Christie, And Then there Were None, en þar er hópur fólks fastur á eyðieyju og jafnt og þétt fer að fækka í hópnum. „Ég er mikill aðdáandi Agöthu Christie, ég ólst upp við bækur hennar og hef lesið þær allar. Í síðustu bók minni eru tíu einstaklingar innilokaðir á hóteli í óveðri í New York og hvert dauðsfallið rekur annað,“ segir Lapena sem er byrjuð að skrifa nýja bók en vill ekkert gefa upp um efni hennar, segir það vera leyndarmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira