Áttatíu mínútna langt lag til heiðurs látnum hljómsveitarmeðlim Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2018 15:10 Tónlist Bell Witch er þung, hæg og þrúgandi. vísir/aðsend Drungalega dómsdagsrokkdúóið Bell Witch frá Seattle í Bandaríkjunum kemur fram á Gauknum á miðvikudaginn. Sveitin mun á tónleikunum leika þriðju breiðskífu sína í heild sinni, en á henni er einungis að finna eitt lag, 84 mínútna langt. Platan, sem kom út árið 2017, heitir Mirror Reaper og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Árið 2016 lést stofnmeðlimur og trommari sveitarinnar, Adrian Guerra, aðeins 36 ára að aldri. Árið áður hafði núverandi trommari sveitarinnar; Jesse Shreibman, tekið við keflinu af Guerra. Sköpunarferli plötunnar var aðeins á byrjunarstigi þegar andlátið varð, og breytti það algjörlega sýn þeirra á tónlistina sem þeir voru að vinna að. Hljómsveitinni þótti mikilvægt að heiðra Guerra en án þess þó að hjakka í sama fari og eldra efni sveitarinnar. Um miðbik plötunnar eru nýttar áður ónotaðar raddupptökur frá trommaranum látna, sem Dylan Desmond, hinn stofnmeðlimur tvíeykisins, vissi að hann yrði að nota á nýju plötuna í kjölfar þess að Guerra lést. Hér að neðan má hlusta á lagið. mirror reaperÞó að það sé ekki beint daglegt brauð að 80 mínútna löng lög séu gefin út, þá eru þau algengari í dómsdagsrokki en öðrum tónlistarstefnum. Má þar sem dæmi nefna Dopesmoker með Sleep og The Great Barrier Reefer með Bongripper.Ásamt Bell Witch koma fram íslensku sveitirnar Heift og Vofa. Tónleikarnir eru haldnir af skipuleggjendum árlegu þungarokkshátíðarinnar Reykjavík Metalfest, en hún verður næst haldin 16. maí 2019 á Gauknum. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Drungalega dómsdagsrokkdúóið Bell Witch frá Seattle í Bandaríkjunum kemur fram á Gauknum á miðvikudaginn. Sveitin mun á tónleikunum leika þriðju breiðskífu sína í heild sinni, en á henni er einungis að finna eitt lag, 84 mínútna langt. Platan, sem kom út árið 2017, heitir Mirror Reaper og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Árið 2016 lést stofnmeðlimur og trommari sveitarinnar, Adrian Guerra, aðeins 36 ára að aldri. Árið áður hafði núverandi trommari sveitarinnar; Jesse Shreibman, tekið við keflinu af Guerra. Sköpunarferli plötunnar var aðeins á byrjunarstigi þegar andlátið varð, og breytti það algjörlega sýn þeirra á tónlistina sem þeir voru að vinna að. Hljómsveitinni þótti mikilvægt að heiðra Guerra en án þess þó að hjakka í sama fari og eldra efni sveitarinnar. Um miðbik plötunnar eru nýttar áður ónotaðar raddupptökur frá trommaranum látna, sem Dylan Desmond, hinn stofnmeðlimur tvíeykisins, vissi að hann yrði að nota á nýju plötuna í kjölfar þess að Guerra lést. Hér að neðan má hlusta á lagið. mirror reaperÞó að það sé ekki beint daglegt brauð að 80 mínútna löng lög séu gefin út, þá eru þau algengari í dómsdagsrokki en öðrum tónlistarstefnum. Má þar sem dæmi nefna Dopesmoker með Sleep og The Great Barrier Reefer með Bongripper.Ásamt Bell Witch koma fram íslensku sveitirnar Heift og Vofa. Tónleikarnir eru haldnir af skipuleggjendum árlegu þungarokkshátíðarinnar Reykjavík Metalfest, en hún verður næst haldin 16. maí 2019 á Gauknum.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira