Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2018 21:16 Logi Einarsson segir að yfirlýsingar um meint hrossakaup með sendiherrastöður verði ræddar á þinginu. vísir/vilhelm Logi Einarsson segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. Ljóst er að uppljóstranir sem byggðu á leynilegum upptökum þar sem forkólfar Miðflokksins fóru mikinn í samtali við þingmenn Flokks fólksins munu draga dilk á eftir sér. Þar lýsir meðal annars Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, til að mynda hrossakaupum sem snúa að skipan sendiherra, þeirra Árna Þórs Sigurðssonar Vinstri grænum og Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. DV og Stundin birtu í kvöld fréttir upp úr samtali þingmannanna úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu. Gunnar Bragi lýsti því yfir að hann teldi sig eiga frátekið sendiherraembætti fyrir að hafa komið Geir til Washington. Þá var Inga Sæland hrakyrt svo mjög að varla er hægt að hafa það eftir.Ömurlegt að lesa Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ömurlegt að lesa þetta. Og telur óhjákvæmilegt að þetta komi til umfjöllunar á Alþingi. Hvernig nákvæmlega, vissi hann ekki þegar Vísir ræddi við hann í kvöld, í kjölfar tíðindanna. „Jahh, ég geri nú fyrst ráð fyrir því að þingflokkur Flokks fólksins eigi ýmislegt ósagt hvert við annað. Öðru lagi geri ég ráð fyrir að einhverjir þingmenn muni kveða sér hljóðs og biðja Ingu Sæland afsökunar á orðbragði sínu og í þriðja lagi hljóta meint hrossakaup með sendiherrastöður að verða ræddar,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar, sem ekki býr að langri þingreynslu í sjálfu sér, segir þetta koma sér í opna skjöldu. Og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að svona gerðust kaupin á eyrinni þegar sendiherraembættum er úthlutað.Biðji Friðrik Ómar afsökunar Logi segir ennfremur að Gunnar Bragi ætti einnig að biðja tónlistarmanninn Friðrik Ómar Hjörleifsson afsökunar, en á upptökunni má heyra Gunnar Braga segja að Geir hafi sloppið „í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari“, þegar hann ræðir um eftirmála þess að hann skipaði þá Geir og Árna Þór sendiherra. Alþingi Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Logi Einarsson segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. Ljóst er að uppljóstranir sem byggðu á leynilegum upptökum þar sem forkólfar Miðflokksins fóru mikinn í samtali við þingmenn Flokks fólksins munu draga dilk á eftir sér. Þar lýsir meðal annars Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, til að mynda hrossakaupum sem snúa að skipan sendiherra, þeirra Árna Þórs Sigurðssonar Vinstri grænum og Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. DV og Stundin birtu í kvöld fréttir upp úr samtali þingmannanna úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu. Gunnar Bragi lýsti því yfir að hann teldi sig eiga frátekið sendiherraembætti fyrir að hafa komið Geir til Washington. Þá var Inga Sæland hrakyrt svo mjög að varla er hægt að hafa það eftir.Ömurlegt að lesa Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ömurlegt að lesa þetta. Og telur óhjákvæmilegt að þetta komi til umfjöllunar á Alþingi. Hvernig nákvæmlega, vissi hann ekki þegar Vísir ræddi við hann í kvöld, í kjölfar tíðindanna. „Jahh, ég geri nú fyrst ráð fyrir því að þingflokkur Flokks fólksins eigi ýmislegt ósagt hvert við annað. Öðru lagi geri ég ráð fyrir að einhverjir þingmenn muni kveða sér hljóðs og biðja Ingu Sæland afsökunar á orðbragði sínu og í þriðja lagi hljóta meint hrossakaup með sendiherrastöður að verða ræddar,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar, sem ekki býr að langri þingreynslu í sjálfu sér, segir þetta koma sér í opna skjöldu. Og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að svona gerðust kaupin á eyrinni þegar sendiherraembættum er úthlutað.Biðji Friðrik Ómar afsökunar Logi segir ennfremur að Gunnar Bragi ætti einnig að biðja tónlistarmanninn Friðrik Ómar Hjörleifsson afsökunar, en á upptökunni má heyra Gunnar Braga segja að Geir hafi sloppið „í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari“, þegar hann ræðir um eftirmála þess að hann skipaði þá Geir og Árna Þór sendiherra.
Alþingi Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17