Leðurblökumaðurinn bjargar íslenskunni Benedikt Bóas skrifar 15. nóvember 2018 10:00 Haraldur Hrafn Gudmundsson er þýðandi Leðurblökumannsins. Fréttablaðið/Ernir „Markmiðið er að fá krakka til að lesa. Þetta eru spennandi sögur, það er ofbeldi, spenna og ýmsar hættur. Alls konar skemmtilegt,“ segir gullsmiðurinn Haraldur Hrafn Guðmundsson, betur þekktur sem Krummi, en hann hefur þýtt Leðurblökumanninn yfir á íslensku. Krummi, ásamt Gísla Einarssyni hjá Nexus, og Pétur Ingvi Leósson ákváðu fyrir rúmu ári að þeir yrðu að bregðast við hruni á yndislestri hjá ungmennum. „Krakkar lesa Andrés önd, Syrpuna og allt hitt þar til þau eru 10-12 ára en þá er það ekki töff lengur og ögrar ekki lengur lesendanum. Þá er ekkert annað sem kallar til þeirra. Við vonum að Leðurblökumaðurinn, þetta er nú krúnudjásn DC Comics og hefur laðað til sín marga frábæra höfunda, bæti úr því,“ segir hann.Forsíðan á fyrstu bókinni sem kemur út í desember.Fyrsta blaðið verður fríblað og eru þeir félagar að reyna að koma blaðinu til allra í 7. til 10. bekk. Yfirlýst markmið og tilgangur þessarar útgáfu er að hvetja til og efla lestur hjá krökkum og unglingum. Ekkert hefur verið sparað við vinnslu verkefnisins, hvorki hvað varðar þýðingu, vinnslu eða prentun og hefur undirbúningur útgáfunnar staðið yfir í meira en ár. „Yndislestur unglinga og krakka er að hrapa, sérstaklega hjá drengjum. Við teljum að það sé vegna þess að það er ekki framboð á skemmtilegu lesefni. Það er vandað til verks og umbrot og prentun eru eins og best þekkist í þessum bransa. Það er mikill metnaður hjá okkur að þetta sé flott og að það sé ekki mikill munur á þessu og frumútgáfunni.“ Fyrsta blaðið verður ein saga, um 20 blaðsíður. Fyrsta stóra blaðið, eða bókin, kemur svo út í desember og mun innihalda fimm sögur og verða um og yfir 100 blaðsíður. Hægt verður að gerast áskrifandi eða kaupa gripinn í lausasölu. Nexus boðar til fagnaðar vegna útgáfunnar sem Krummi segir að verði vonandi mikið fjör. „Mín kynslóð ólst upp við Tarzan, Lukku-Láka, Ástrík en þetta er ekki til fyrir mína krakka. Blaðið er flottara en við þorðum að vona og það verður vonandi mikið húllumhæ þegar það verður kynnt fyrir öllum.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Skyldulesning allra kynslóða Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. 15. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Markmiðið er að fá krakka til að lesa. Þetta eru spennandi sögur, það er ofbeldi, spenna og ýmsar hættur. Alls konar skemmtilegt,“ segir gullsmiðurinn Haraldur Hrafn Guðmundsson, betur þekktur sem Krummi, en hann hefur þýtt Leðurblökumanninn yfir á íslensku. Krummi, ásamt Gísla Einarssyni hjá Nexus, og Pétur Ingvi Leósson ákváðu fyrir rúmu ári að þeir yrðu að bregðast við hruni á yndislestri hjá ungmennum. „Krakkar lesa Andrés önd, Syrpuna og allt hitt þar til þau eru 10-12 ára en þá er það ekki töff lengur og ögrar ekki lengur lesendanum. Þá er ekkert annað sem kallar til þeirra. Við vonum að Leðurblökumaðurinn, þetta er nú krúnudjásn DC Comics og hefur laðað til sín marga frábæra höfunda, bæti úr því,“ segir hann.Forsíðan á fyrstu bókinni sem kemur út í desember.Fyrsta blaðið verður fríblað og eru þeir félagar að reyna að koma blaðinu til allra í 7. til 10. bekk. Yfirlýst markmið og tilgangur þessarar útgáfu er að hvetja til og efla lestur hjá krökkum og unglingum. Ekkert hefur verið sparað við vinnslu verkefnisins, hvorki hvað varðar þýðingu, vinnslu eða prentun og hefur undirbúningur útgáfunnar staðið yfir í meira en ár. „Yndislestur unglinga og krakka er að hrapa, sérstaklega hjá drengjum. Við teljum að það sé vegna þess að það er ekki framboð á skemmtilegu lesefni. Það er vandað til verks og umbrot og prentun eru eins og best þekkist í þessum bransa. Það er mikill metnaður hjá okkur að þetta sé flott og að það sé ekki mikill munur á þessu og frumútgáfunni.“ Fyrsta blaðið verður ein saga, um 20 blaðsíður. Fyrsta stóra blaðið, eða bókin, kemur svo út í desember og mun innihalda fimm sögur og verða um og yfir 100 blaðsíður. Hægt verður að gerast áskrifandi eða kaupa gripinn í lausasölu. Nexus boðar til fagnaðar vegna útgáfunnar sem Krummi segir að verði vonandi mikið fjör. „Mín kynslóð ólst upp við Tarzan, Lukku-Láka, Ástrík en þetta er ekki til fyrir mína krakka. Blaðið er flottara en við þorðum að vona og það verður vonandi mikið húllumhæ þegar það verður kynnt fyrir öllum.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Skyldulesning allra kynslóða Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. 15. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Skyldulesning allra kynslóða Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. 15. nóvember 2018 11:00