Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Sylvía Hall skrifar 4. nóvember 2018 16:00 Rústik var til húsa í Hafnarstræti þar sem veitingastaðurinn Uno var áður. Vísir/Bára Guðmundsdóttir Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólk vissi ekki af yfirvofandi lokun fyrr en rekstrarstjóri veitingastaðarins tilkynnti það í lokuðum Facebook-hóp starfsmanna. DV greindi fyrst frá. Sigurlaug Sunna Hjaltested, 19 ára starfsmaður veitingastaðarins, segir ekkert hafa bent til þess að staðnum yrði lokað. Starfsfólk hafi unnið sínar vaktir á laugardagskvöldið og því verið verulega brugðið við tilkynninguna á sunnudag. „Við unnum á laugardaginn og svo á sunnudag var sagt að staðnum yrði lokað og við boðuð á fund á mánudaginn,“ segir Sigurlaug Sunna sem hafði starfað á veitingastaðnum frá opnun. Starfsfólki var tilkynnt á sunnudag að staðnum yrði lokað og boðað var til starfsmannafundar á mánudag.SkjáskotHún segir starfsmönnum hafa verið tilkynnt á fundinum að allir fengju greidd laun um mánaðarmót en á fimmtudag þegar laun áttu að vera greidd út kvað við annað hljóð og starfsmönnum sagt að þeir fengju ekki greitt fyrir sína vinnu þann mánuðinn. Voru þeir hvattir til þess að leita til stéttarfélaga og skrá sig á atvinnuleysisskrá sem allra fyrst. Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotSigurlaug Sunna segir starfsmenn hafa reynt að ná í yfirmenn sína án árangurs. Margir starfsmenn eru því í erfiðri stöðu þar sem þeir treystu á að fá laun greidd fyrir sína vinnu og sjá ekki fram á að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar þennan mánuðinn.Hafa reynt að ná í yfirmenn án árangurs Staðurinn var í eigu félagsins La Dolce Vita ehf. en félagið keypti staðinn í apríl 2017 og tók yfir rekstur hans. Veitingastaðurinn Uno var áður til húsa í umræddu húsnæði. Einn eiganda staðarins, Samúel Guðmundsson, situr í bankaráði Landsbankans en hann er á meðal þeirra sem starfsmenn hafa reynt að ná í. Hann hefur ekki svarað starfsfólki en að sögn Sigurlaugar Sunnu var hann fastagestur á staðnum og var það yfirleitt skráð í reikning hjá staðnum. Amma Sigurlaugar Sunnu, Sigrún Vala Valgeirsdóttir, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni þar sem henni blöskraði framkoma eigenda staðarins. Hún skorar á Samúel að greiða starfsfólki laun sín sem allra fyrst. „Ég fæ mig ekki til að skilja hverning hann ætti með góðri samvisku að geta skálað í dýru víni, slegið í golfkúlu, veitt lax, brosað, sofið eða gert nokkurn skapaðan hlut fyrr en hann er búinn að því,“ segir Sigrún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs. Veitingastaðir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólk vissi ekki af yfirvofandi lokun fyrr en rekstrarstjóri veitingastaðarins tilkynnti það í lokuðum Facebook-hóp starfsmanna. DV greindi fyrst frá. Sigurlaug Sunna Hjaltested, 19 ára starfsmaður veitingastaðarins, segir ekkert hafa bent til þess að staðnum yrði lokað. Starfsfólk hafi unnið sínar vaktir á laugardagskvöldið og því verið verulega brugðið við tilkynninguna á sunnudag. „Við unnum á laugardaginn og svo á sunnudag var sagt að staðnum yrði lokað og við boðuð á fund á mánudaginn,“ segir Sigurlaug Sunna sem hafði starfað á veitingastaðnum frá opnun. Starfsfólki var tilkynnt á sunnudag að staðnum yrði lokað og boðað var til starfsmannafundar á mánudag.SkjáskotHún segir starfsmönnum hafa verið tilkynnt á fundinum að allir fengju greidd laun um mánaðarmót en á fimmtudag þegar laun áttu að vera greidd út kvað við annað hljóð og starfsmönnum sagt að þeir fengju ekki greitt fyrir sína vinnu þann mánuðinn. Voru þeir hvattir til þess að leita til stéttarfélaga og skrá sig á atvinnuleysisskrá sem allra fyrst. Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotSigurlaug Sunna segir starfsmenn hafa reynt að ná í yfirmenn sína án árangurs. Margir starfsmenn eru því í erfiðri stöðu þar sem þeir treystu á að fá laun greidd fyrir sína vinnu og sjá ekki fram á að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar þennan mánuðinn.Hafa reynt að ná í yfirmenn án árangurs Staðurinn var í eigu félagsins La Dolce Vita ehf. en félagið keypti staðinn í apríl 2017 og tók yfir rekstur hans. Veitingastaðurinn Uno var áður til húsa í umræddu húsnæði. Einn eiganda staðarins, Samúel Guðmundsson, situr í bankaráði Landsbankans en hann er á meðal þeirra sem starfsmenn hafa reynt að ná í. Hann hefur ekki svarað starfsfólki en að sögn Sigurlaugar Sunnu var hann fastagestur á staðnum og var það yfirleitt skráð í reikning hjá staðnum. Amma Sigurlaugar Sunnu, Sigrún Vala Valgeirsdóttir, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni þar sem henni blöskraði framkoma eigenda staðarins. Hún skorar á Samúel að greiða starfsfólki laun sín sem allra fyrst. „Ég fæ mig ekki til að skilja hverning hann ætti með góðri samvisku að geta skálað í dýru víni, slegið í golfkúlu, veitt lax, brosað, sofið eða gert nokkurn skapaðan hlut fyrr en hann er búinn að því,“ segir Sigrún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.
Veitingastaðir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira