Sport

Sonja Margrét fær afstökk nefnt eftir sér

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Sonja Margrét á æfingu úti í Doha.
Sonja Margrét á æfingu úti í Doha. Aðsend/Fimleikasamband Íslands
Sonja Margrét Ólafsdóttir braut blað í íslenskri fimleikasögu í dag þegar hún framkvæmdi nýtt afstökk af slá. Sonja fékk æfinguna nefnda eftir sér og heitir hún hér með The Olafsdottir.

Sonja Margrét var ásamt fleirum á heimsmeistaramóti í áhaldafimleikum sem fram fór í Doha í Katar en stúlkurnar luku keppni í dag.

Afstökkið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×