Barnabækur veita skjól og byggja brýr Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2018 20:00 Úti í Mýri er mjög fjölbreytt partí, segir Kristín Helga. Fréttablaðið/Eyþór Margt áhugavert er í boði fyrir bókelsk börn og aðra áhugasama um ungmennabækur á barnabókahátíðinni Úti í Mýri sem stendur yfir í Norræna húsinu. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur leggur sitt til málanna. „Ég er að dandalast úti á götu í litlu þorpi í Frakklandi,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur þegar hún svarar símanum á miðjum miðvikudegi. En … ætlarðu samt ekki að að taka þátt í hátíðinni Úti í Mýri í Norræna húsinu um helgina? „Jú, ég flýg heim í fyrramálið og lendi hlaupandi. Veistu, þetta símtal bjargar mér frá mistökum, ég var að kíkja hérna í búð, þetta var algerlega það sem ég þurfti. Hvað ertu að spekúlera?“ Mig langar að vita hvað þú ætlar að boða á barnabókmenntahátíðinni. „Já, Úti í Mýri er mjög fjölbreytt partí. Ég held að mín aðkoma að því snúist aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, hlýnun jarðar og flóttafólkið sem er að flýja styrjaldir,“ segir Kristín Helga. Hún kveðst taka þátt í þremur dagskrárliðum. Sá fyrsti verður rétt fyrir hádegi á föstudag og hverfist um náttúruna hér í norðrinu og vistrýni í barnabókmenntum. „Það verður pallborð þar sem Margrét Tryggvadóttir stýrir umræðum og Dagný Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Ásberg, Hjörleifur Hjartarson og ég munum ræða um hvort samfélagsmál, sem brenna á umhverfinu hverju sinni, eigi erindi í barnabókmenntir. Svarið við því er auðvitað já og ég held að við höldum áfram þaðan. Það er spennandi.“Mín aðkoma snýst aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, segir Kristín Helga.Fréttablaðið/EyþórAnnað giggið hennar Kristínar Helgu verður með rit-og myndhöfundinum Marit Törnqvist sem segir frá störfum sínum með flóttabörnum. „Við ræðum svolítið um pólitík í barnabókmenntum, hvað má og hvað má ekki. Hvernig barnabækur geta veitt skjól og byggt brýr milli ólíkra menningarheima. Á laugardaginn verðum við Áslaug Jónsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður saman og tölum um bækurnar okkar sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Skrímsli í vanda og Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels. Sú síðarnefnda er kannski sú bók mín sem er hvað næst mér en samt lengst frá mér. Hún á svo mikið erindi við samtímann og ég vil að hún sé lesin í menntaskólum og grunnskólum landsins, málstaðarins vegna og til að skapa umræður.“ Þú verður sem sagt ekkert á léttu nótunum að þessu sinni. „Nei, það verður engin Fía Sól með mér í för. En hún spriklar í prentsmiðjunni núna og ég hlakka mjög til að hitta hana aftur. Það er glæný bók að gubbast út úr vélunum í Þýskalandi, hún heitir sko Fía Sól gefst aldrei upp, það er bara stelpustyrkur alla leið – og stráka. Hún er reyndar að glíma við stóru málin líka en á sinni línu og á sinn hátt.“ Jæja, nú ætla ég ekki að eyðileggja frekar fyrir þér Frakklandsferðina. „Blessuð góða, ég er að ráfa hér um í rigningu að leita að bar. Þetta er nauðaómerkilegt ferðalag.“ Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Margt áhugavert er í boði fyrir bókelsk börn og aðra áhugasama um ungmennabækur á barnabókahátíðinni Úti í Mýri sem stendur yfir í Norræna húsinu. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur leggur sitt til málanna. „Ég er að dandalast úti á götu í litlu þorpi í Frakklandi,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur þegar hún svarar símanum á miðjum miðvikudegi. En … ætlarðu samt ekki að að taka þátt í hátíðinni Úti í Mýri í Norræna húsinu um helgina? „Jú, ég flýg heim í fyrramálið og lendi hlaupandi. Veistu, þetta símtal bjargar mér frá mistökum, ég var að kíkja hérna í búð, þetta var algerlega það sem ég þurfti. Hvað ertu að spekúlera?“ Mig langar að vita hvað þú ætlar að boða á barnabókmenntahátíðinni. „Já, Úti í Mýri er mjög fjölbreytt partí. Ég held að mín aðkoma að því snúist aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, hlýnun jarðar og flóttafólkið sem er að flýja styrjaldir,“ segir Kristín Helga. Hún kveðst taka þátt í þremur dagskrárliðum. Sá fyrsti verður rétt fyrir hádegi á föstudag og hverfist um náttúruna hér í norðrinu og vistrýni í barnabókmenntum. „Það verður pallborð þar sem Margrét Tryggvadóttir stýrir umræðum og Dagný Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Ásberg, Hjörleifur Hjartarson og ég munum ræða um hvort samfélagsmál, sem brenna á umhverfinu hverju sinni, eigi erindi í barnabókmenntir. Svarið við því er auðvitað já og ég held að við höldum áfram þaðan. Það er spennandi.“Mín aðkoma snýst aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, segir Kristín Helga.Fréttablaðið/EyþórAnnað giggið hennar Kristínar Helgu verður með rit-og myndhöfundinum Marit Törnqvist sem segir frá störfum sínum með flóttabörnum. „Við ræðum svolítið um pólitík í barnabókmenntum, hvað má og hvað má ekki. Hvernig barnabækur geta veitt skjól og byggt brýr milli ólíkra menningarheima. Á laugardaginn verðum við Áslaug Jónsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður saman og tölum um bækurnar okkar sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Skrímsli í vanda og Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels. Sú síðarnefnda er kannski sú bók mín sem er hvað næst mér en samt lengst frá mér. Hún á svo mikið erindi við samtímann og ég vil að hún sé lesin í menntaskólum og grunnskólum landsins, málstaðarins vegna og til að skapa umræður.“ Þú verður sem sagt ekkert á léttu nótunum að þessu sinni. „Nei, það verður engin Fía Sól með mér í för. En hún spriklar í prentsmiðjunni núna og ég hlakka mjög til að hitta hana aftur. Það er glæný bók að gubbast út úr vélunum í Þýskalandi, hún heitir sko Fía Sól gefst aldrei upp, það er bara stelpustyrkur alla leið – og stráka. Hún er reyndar að glíma við stóru málin líka en á sinni línu og á sinn hátt.“ Jæja, nú ætla ég ekki að eyðileggja frekar fyrir þér Frakklandsferðina. „Blessuð góða, ég er að ráfa hér um í rigningu að leita að bar. Þetta er nauðaómerkilegt ferðalag.“
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning