Sport

Valgerður berst um Eystrasaltsbeltið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valgerður fagnar einum af sínum sigrum.
Valgerður fagnar einum af sínum sigrum. christian hestnæs
Valgerður Guðsteinsdóttir berst í aðalbardaga This is My House 2 bardagakvöldsins í lok októbermánaðar þar sem Eystrasaltsbeltið er í húfi.

Valgerður er eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum og jafnframt sú farsælasta. Hún mætir hinni norsku Ingrid Egner sem er hátt skrifuð og með rúmlega 150 áhugamannabardaga á ferilskránni.

„Mél lýst mjög vel á hana. Hún er andstæðingur sem mig hefur lengi langað að fara á móti. Hún var legend í áhugamannaboxinu og ég hef vitað af henni þar í nokkur ár. Við erum hins vegar í atvinnuboxinu, hér skiptir áhugamannaferillinn nákvæmlega engu máli og hér hef ég meiri reynslu en hún þó svo að ég sé sennilega hugsuð sem „underdog“,“ segir Valgerður í fréttatilkynningu um bardagann.

Valgerður æfði í Stokkhólmi á dögunum með nokkrum af helstu kvenboxurum Svíþjóðar.

Valgerður á að baki fjóra atvinnubardaga þar sem hún sigraði þrjá og tapaði naumlega í þeim síðasta á stigum.

Bardagi Valgerðar og Egner fer fram 20. október næst komandi í Osló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×