Októberspá Siggu Kling – Vogin: Góður tími til að setja tilfinningarnar til hliðar Sigga Kling skrifar 5. október 2018 09:00 Elsku Vogin mín, það er í eðli þínu að setja þér alltaf markmið og þegar þú sigrar er strax komið annað og nýtt markmið og að sjálfsögðu er nóg að frétta því það er engin lognmolla í kringum þig. En þegar það hefur gerst að þú hefur gefist upp, þá missirðu allan mátt og orku og það fer þér ekki. Því mistökin gera þig að miklu merkari manneskju og það er í raun það eina sem þú lærir af. Auðvitað þráirðu tilveru þar sem allt er fullkomið, en hversu leiðinleg ævisaga er það, því þar eru engir spennandi kaflar. Þú þarft að nota þessa dásamlegu samskiptahæfileika sem þú hefur og halda þeim á ljúfu nótunum og hafa þar vinskap, ást, fjölskyldu og vinnu í huga. Núna er góður tími til að setja tilfinningarnar til hliðar, hugsa rökrétt, gera plúsa og mínusa við ákvarðanatökur, þá gengur allt upp. Því þú ert með mikið skap og ef þú gýst upp þá er andskotinn laus og voðinn vís, svo teldu upp að tuttugu ef eitthvað fer í taugarnar á þér og vandaðu orðavalið. Október gefur þér lausnir á mörgum vandamálum sem hafa verið að hrjá þig og færir þér líka heppni og baráttuskap. Svo hentu smáatriðum í ruslatunnuna og beindu orku þinni að því sem skiptir máli. Í ástinni færðu það sem þú vilt en það er ekki víst þú viljir það sem þú færð, því frelsi þitt er mikilvægt svo það hentar þér ekki í ástinni að velja þér stjórnsaman maka. Það er mikilvægt þú skoðir orðið samvinna á þessu tímabili, því allt gengur betur þegar þú færð fólk með þér í lið og sérstaklega það fólk sem hvetur þig til dáða í stað þess að reyna alltaf að gera allt sjálf. Í peningamálum gengur allt upp og það verður séð fyrir því sem þig vantar en svo koma bara ný verkefni hjá þér hjartað mitt og ný markmið, svo taktu áhættu og treystu því að allt sé fullkomið eins og það er.Frægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga, Skúli Mogensen, Hulda Hólmkelsdóttir fréttakona, Walter Matthau, Olavia Newton John, Ragga Gísla, Steinn Steinarr, Margret Thatcher, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hinn mikli meistari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Elsku Vogin mín, það er í eðli þínu að setja þér alltaf markmið og þegar þú sigrar er strax komið annað og nýtt markmið og að sjálfsögðu er nóg að frétta því það er engin lognmolla í kringum þig. En þegar það hefur gerst að þú hefur gefist upp, þá missirðu allan mátt og orku og það fer þér ekki. Því mistökin gera þig að miklu merkari manneskju og það er í raun það eina sem þú lærir af. Auðvitað þráirðu tilveru þar sem allt er fullkomið, en hversu leiðinleg ævisaga er það, því þar eru engir spennandi kaflar. Þú þarft að nota þessa dásamlegu samskiptahæfileika sem þú hefur og halda þeim á ljúfu nótunum og hafa þar vinskap, ást, fjölskyldu og vinnu í huga. Núna er góður tími til að setja tilfinningarnar til hliðar, hugsa rökrétt, gera plúsa og mínusa við ákvarðanatökur, þá gengur allt upp. Því þú ert með mikið skap og ef þú gýst upp þá er andskotinn laus og voðinn vís, svo teldu upp að tuttugu ef eitthvað fer í taugarnar á þér og vandaðu orðavalið. Október gefur þér lausnir á mörgum vandamálum sem hafa verið að hrjá þig og færir þér líka heppni og baráttuskap. Svo hentu smáatriðum í ruslatunnuna og beindu orku þinni að því sem skiptir máli. Í ástinni færðu það sem þú vilt en það er ekki víst þú viljir það sem þú færð, því frelsi þitt er mikilvægt svo það hentar þér ekki í ástinni að velja þér stjórnsaman maka. Það er mikilvægt þú skoðir orðið samvinna á þessu tímabili, því allt gengur betur þegar þú færð fólk með þér í lið og sérstaklega það fólk sem hvetur þig til dáða í stað þess að reyna alltaf að gera allt sjálf. Í peningamálum gengur allt upp og það verður séð fyrir því sem þig vantar en svo koma bara ný verkefni hjá þér hjartað mitt og ný markmið, svo taktu áhættu og treystu því að allt sé fullkomið eins og það er.Frægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga, Skúli Mogensen, Hulda Hólmkelsdóttir fréttakona, Walter Matthau, Olavia Newton John, Ragga Gísla, Steinn Steinarr, Margret Thatcher, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hinn mikli meistari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira