Khabib biðst afsökunar á ólátunum eftir sigurinn á Conor Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 7. október 2018 15:38 Khabib sigraði Conor í UFC 229 í nótt Vísir/Getty UFC léttivigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov hefur beðist afsökunar á ólátunum sem brutust út í kjölfar sigur hans á Conor McGregor í nótt. Allt varð vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Khabib og Conors en eftir að Khabib sigraði Conor brutust út hópslagsmál. Khabib var frábær í bardaganum sjálfum og átti sigurinn svo sannarlega skilið. En eftir að Conor gafst upp lét Khabib gamminn geysa yfir aðstoðarmenn Conors og fleygði gómnum sínum í átt að þeim. Næst stökk hann yfir búrið og réðst á aðstoðarmenn Conors. Á sama tíma tóku þrír vinir Khabib upp á því að lauma sér inn í búrið og réðust þeir að Conor. Ótrúlegar senur. Þeir sem réðust á Conor voru handteknir en sleppt skömmu síðar þar sem Conor ákvað að kæra þá ekki. Khabib hefur nú beðist afsökunar á slagsmálunum. „Mig langar að biðja íþróttanefndina afsökunar. Afsakið Las Vegas. Ég veit að þetta var ekki mín besta hlið. Þetta er ekki mín besta hlið, ég er mennskur,“ sagði Khabib. Khabib skilur hins vegar ekki hvers vegna fólk var hissa á því að hann hafi yfirgefið búrið. „Ég skil ekki hvernig fólk getur talað um að ég hafi stokkið úr búrinu. Hann talaði um trú mína, land mitt og föður. Hann kom til Brooklyn og var með ólæti. Hann drap næstum því fólk! Spáið í það. Af hverju er fólk að velta fyrir sér hvers vegna ég yfirgaf búrið?“ „Mig langar að segja eitt. Ég held að fjölmiðlar hafa breytt MMA. Það er virðing í þessari íþrótt. Þú átt ekki að tala illa um aðra í þessari íþrótt. Ég vil breyta íþróttinni. Ég vil ekki að fólk tali illa um andstæðinginn, eins og að tala illa um föður hans, eða trú. Þú getur ekki talað um trú, þú getur ekki talað um þjóð, þú getur ekki talað um svona hluti. Fyrir mitt leyti, þá er þetta mjög mikilvægt.“ MMA Tengdar fréttir Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt Það varð allt vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Eftir að hafa pakkað Conor saman gengu Khabib, og hans fylgdarsveinar, berserksgang í höllinni. 7. október 2018 11:32 Hópslagsmálin í Las Vegas frá mörgum sjónarhornum Khabib Nurmagomedov brjálaðist eftir að hafa unnið Conor McGregor í nótt og ætlaði sér að lumbra á öllu hans liði. Myndbönd úr höllinni gefa nýja sýn á lætin. 7. október 2018 13:30 Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. 7. október 2018 06:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sjá meira
UFC léttivigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov hefur beðist afsökunar á ólátunum sem brutust út í kjölfar sigur hans á Conor McGregor í nótt. Allt varð vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Khabib og Conors en eftir að Khabib sigraði Conor brutust út hópslagsmál. Khabib var frábær í bardaganum sjálfum og átti sigurinn svo sannarlega skilið. En eftir að Conor gafst upp lét Khabib gamminn geysa yfir aðstoðarmenn Conors og fleygði gómnum sínum í átt að þeim. Næst stökk hann yfir búrið og réðst á aðstoðarmenn Conors. Á sama tíma tóku þrír vinir Khabib upp á því að lauma sér inn í búrið og réðust þeir að Conor. Ótrúlegar senur. Þeir sem réðust á Conor voru handteknir en sleppt skömmu síðar þar sem Conor ákvað að kæra þá ekki. Khabib hefur nú beðist afsökunar á slagsmálunum. „Mig langar að biðja íþróttanefndina afsökunar. Afsakið Las Vegas. Ég veit að þetta var ekki mín besta hlið. Þetta er ekki mín besta hlið, ég er mennskur,“ sagði Khabib. Khabib skilur hins vegar ekki hvers vegna fólk var hissa á því að hann hafi yfirgefið búrið. „Ég skil ekki hvernig fólk getur talað um að ég hafi stokkið úr búrinu. Hann talaði um trú mína, land mitt og föður. Hann kom til Brooklyn og var með ólæti. Hann drap næstum því fólk! Spáið í það. Af hverju er fólk að velta fyrir sér hvers vegna ég yfirgaf búrið?“ „Mig langar að segja eitt. Ég held að fjölmiðlar hafa breytt MMA. Það er virðing í þessari íþrótt. Þú átt ekki að tala illa um aðra í þessari íþrótt. Ég vil breyta íþróttinni. Ég vil ekki að fólk tali illa um andstæðinginn, eins og að tala illa um föður hans, eða trú. Þú getur ekki talað um trú, þú getur ekki talað um þjóð, þú getur ekki talað um svona hluti. Fyrir mitt leyti, þá er þetta mjög mikilvægt.“
MMA Tengdar fréttir Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt Það varð allt vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Eftir að hafa pakkað Conor saman gengu Khabib, og hans fylgdarsveinar, berserksgang í höllinni. 7. október 2018 11:32 Hópslagsmálin í Las Vegas frá mörgum sjónarhornum Khabib Nurmagomedov brjálaðist eftir að hafa unnið Conor McGregor í nótt og ætlaði sér að lumbra á öllu hans liði. Myndbönd úr höllinni gefa nýja sýn á lætin. 7. október 2018 13:30 Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. 7. október 2018 06:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sjá meira
Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt Það varð allt vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Eftir að hafa pakkað Conor saman gengu Khabib, og hans fylgdarsveinar, berserksgang í höllinni. 7. október 2018 11:32
Hópslagsmálin í Las Vegas frá mörgum sjónarhornum Khabib Nurmagomedov brjálaðist eftir að hafa unnið Conor McGregor í nótt og ætlaði sér að lumbra á öllu hans liði. Myndbönd úr höllinni gefa nýja sýn á lætin. 7. október 2018 13:30
Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. 7. október 2018 06:45