Halldór segist hafa verið að grínast Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2018 14:51 Halldór Jónsson segist bara hafa verið að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi sínu. Hann biður Áslaugu Örnu afsökunar og kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa vakið athygli á pistlinum. Halldór Jónsson verkfræðingur, sem þekktur er í þröngum hópi fyrir oft afdráttarlausar bloggfærslur sínar, segist hafa verið að grínast í pistli sem náði uppá yfirborðið í gær. Vísir hefur sagt af efni pistilsins sem vakti verulega athygli en þar segir hann meðal annars af fremur grófum tilburðum pilta á dansæfingum í MR fyrir rúmri hálfri öld. Sem hann svo vildi bera við það að demókratar hundelti „dómara sem Trump vildi skipa í Hæstarétt Bandaríkjanna fyrir eitthvað sem hann gerði í æsku sinni fyrir margt löngu.“Líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi Þá þótti mörgum það skjóta skökku við að Morgunblaðið skyldi birta skrifin í þætti blaðsins sem heitir Staksteinar og gera þeim þannig hátt undir höfði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún fordæmdi skrif Halldórs fortakslaust í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.Margir hafa deilt pistli Áslaugar Örnu en hún fordæmir skrif Halldórs Jónssonar fortakslaust.„Áslaug Arna hefur greinilega ekki húmor fyrir því ef ég reyni að gera að gamni mínu. Maður reynir að gera að gamni sínu en er líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi.“ Þannig hefst pistill Halldórs sem óvænt er orðinn einn þekktasti bloggari landsins. Hann vitnar í pistil Áslaugar, sem Halldór segir að stimpli sig sem versta dóna.Dansæfingarnar siðsamar í alla staði Halldór kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa birt pistil sinn í Staksteinum, hann hafi ekki verið spurður. Og enn síður minnist Halldór þess „að nokkurn tímann hafi komið upp eitthvað ofbeldismál stráka gagnvart stúlkum í minni skólatíð. Í þá daga gættu menn fyllstu háttvísi og virðingu og vissu að nei þýddi nei. Sá sem hefði sýndi einhvern ruddaskap hefði ekki sloppið vel frá slíku í skólasamfélaginu og alls ekki meðal strákanna.“ Halldór segir að dansæfingarnar hafi verið siðsamar í alla staði og að hann sækist ekki eftir pólitískum frama hjá Trump eða álíka sjálfstæðismönnum. „Enda var ég nú bara að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi mínu sem ég er víst ekki að smekk Áslaugar Örnu og þykir mér það miður að hafa stuðað hana svona sem var ekki meiningin.“ Fjölmiðlar MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Halldór Jónsson verkfræðingur, sem þekktur er í þröngum hópi fyrir oft afdráttarlausar bloggfærslur sínar, segist hafa verið að grínast í pistli sem náði uppá yfirborðið í gær. Vísir hefur sagt af efni pistilsins sem vakti verulega athygli en þar segir hann meðal annars af fremur grófum tilburðum pilta á dansæfingum í MR fyrir rúmri hálfri öld. Sem hann svo vildi bera við það að demókratar hundelti „dómara sem Trump vildi skipa í Hæstarétt Bandaríkjanna fyrir eitthvað sem hann gerði í æsku sinni fyrir margt löngu.“Líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi Þá þótti mörgum það skjóta skökku við að Morgunblaðið skyldi birta skrifin í þætti blaðsins sem heitir Staksteinar og gera þeim þannig hátt undir höfði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún fordæmdi skrif Halldórs fortakslaust í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.Margir hafa deilt pistli Áslaugar Örnu en hún fordæmir skrif Halldórs Jónssonar fortakslaust.„Áslaug Arna hefur greinilega ekki húmor fyrir því ef ég reyni að gera að gamni mínu. Maður reynir að gera að gamni sínu en er líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi.“ Þannig hefst pistill Halldórs sem óvænt er orðinn einn þekktasti bloggari landsins. Hann vitnar í pistil Áslaugar, sem Halldór segir að stimpli sig sem versta dóna.Dansæfingarnar siðsamar í alla staði Halldór kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa birt pistil sinn í Staksteinum, hann hafi ekki verið spurður. Og enn síður minnist Halldór þess „að nokkurn tímann hafi komið upp eitthvað ofbeldismál stráka gagnvart stúlkum í minni skólatíð. Í þá daga gættu menn fyllstu háttvísi og virðingu og vissu að nei þýddi nei. Sá sem hefði sýndi einhvern ruddaskap hefði ekki sloppið vel frá slíku í skólasamfélaginu og alls ekki meðal strákanna.“ Halldór segir að dansæfingarnar hafi verið siðsamar í alla staði og að hann sækist ekki eftir pólitískum frama hjá Trump eða álíka sjálfstæðismönnum. „Enda var ég nú bara að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi mínu sem ég er víst ekki að smekk Áslaugar Örnu og þykir mér það miður að hafa stuðað hana svona sem var ekki meiningin.“
Fjölmiðlar MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00