Sport

Skeindi sér á boltanum og kastaði honum svo upp í stúku | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Crowell er hér í miðri skeiningu.
Crowell er hér í miðri skeiningu. vísir/getty

Isaiah Crowell, fyrrum leikmaður Cleveland og núverandi leikmaður NY Jets, sýndi af sér ótrúlega hegðun í nótt á sínum gamla heimavelli.

Hann skoraði tvö fyrstu snertimörk leiksins fyrir Jets og fagnið eftir síðara markið var sérstakt. Hann tók boltann og skeindi sér með honum. Svo kastaði hann honum langt upp í stúku. Stuðningsmönnum Cleveland til lítillar gleði.

Þetta reyndist skammvinn gleði hjá Crowell því Browns kom til baka og vann sinn fyrsta leik í tæp tvö ár.

Crowell hefur víða fengið að heyra það fyrir þennan dónaskap í garð síns gamla félags og í ljósi úrslitanna er hlegið að honum.NFL

Tengdar fréttir

Frír bjór út um allt í Cleveland

Stuðningsmenn Cleveland Browns fögnuðu langþráðum sigri í alla nótt og fengu líka frían bjór úr læstum skápum. Gleðin var við völd er skáparnir voru loksins opnaðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.