Lífið

Fjör í Feneyjum

Nathalie Portman vekur alltaf jafn mikla athygli á rauða dreglinum enda glæsileg kona og hæfileikarík.
Nathalie Portman vekur alltaf jafn mikla athygli á rauða dreglinum enda glæsileg kona og hæfileikarík. Myndir/AFP/Getty
Kvikmyndahátíðin í Feneyjum sem fram fór í vikunni er elsta kvikmyndahátíð í heimi og ein af þeim stóru, ásamt Cannes og Berlín. Hún var fyrst haldin 1932 og er því 75 ára í ár. Mikið var um dýrðir og glæsileikinn í fyrirrúmi enda eru Feneyjar stórkostlegur staður.

Ítalska sjónvarpskonan Ilaria Spada stillir sér upp.
Einn besti leikari síðari ára, Christoph Waltz, hress og kátur.
Hjónakornin Willem Dafoe og leikstjórinn Giada Colagrande mættu á bát. Að sjálfsögðu.
Ítalska bomban Carolina di ?Borbone veifar til aðdáenda.
Hin frábæra Chloë Sevigny klikkar seint á tískunni. Alltaf jafn glæsileg.
Ítalska leikkonan Alessandra Mastro­nardi sem lék meðal annars í mynd Woodys Allen, to Rome With Love, mætir á rauða dregilinn.
Sjónvarpsdrottning Ítala, Eliana Miglio sem er einskonar Vala Matt í sjónvarpinu þar í landi sigldi rólega um götur Feneyja.
Leikkonan Naomi Watts stórglæsileg að vanda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×