Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og verður fjallað ítarlega um áætlunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður fjallað um kosningaúrslit í Svíþjóð en mikil óreiða ríkir í stjórnmálum þar í landi vegna úrslitanna. Rætt er við stjórnmálafræðing við háskólann í Malmö sem segir að brjóta þurfi upp hefðbundnar blokkir vinstri- og hægriflokka ef mynda eigi ríkisstjórn án Svíþjóðardemókrata.

Rætt verður við heilbrigðisráðherra sem hefur ákveðið að setja 25 milljónir í forvarnarverkefni vegna sjálfsvíga á Íslandi, við fjöllum um fjölda lítilla bjórgerða sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur á Íslandi og förum í heimsókn á dvalarheimilið Ás í Hveragerði þar sem heimilismenn eru alsælir með nýtt trésmíðaverkstæði.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatímanum í opinni dagskrá, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar - og að sjálfsögðu í beinni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×