Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Köldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.
Köldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 verður farið ítarlega yfir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Skoðað verður hvaða áhrif breytingar í frumvarpinu hafa á bæði samfélagið í heild sem og borgara landsins.

Við fjöllum einnig um rammasamninga við sérfræðilækna sem renna út eftir rúma þrjá mánuði og skapar mikla óvissu um kostnaðarþátttöku ríkisins. Rætt verður við formann samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur sem segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna á þrotum.

Farið verður í heimsókn á bifreiðaverkstæði þar sem eigandinn segir ýmis konar bifreiðaþjónustu í núverandi mynd verða úr sögunni á næstu árum ef markmið ríkisstjórnarinnar um rafbílavæðingu bílaflotans ganga eftir.

Við fjöllum um stjórnmál í Grænlandi en þar er stjórnin sprungin vegna samnings við danska ríkið um fjármögnun flugvalla í landinu. Einnig förum við til Húsavíkur þar sem ný baðlón hafa opnað.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatímanum í opinni dagskrá og samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.