Innlent

Veiðimenn lentu í ógöngum í Hafnarfirði

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að koma þeim til bjargar.
Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að koma þeim til bjargar. Lögreglan á Facebook.

Veiðimenn lentu í miklum ógöngum á gamla hafnargarðinum í Hafnarfirði í gær. Þeir höfðu hætt sér heldur langt út og þurfti að kalla út björgunarsveitarmenn til að koma þeim til bjargar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir mynd af þeim á Facebook segir þá sjálfsagt ekki eiga eftir að gleyma þessari veiðiferð í bráð. Hvetur lögreglan fólk til að kynna sér aðstæður áður en haldið er til veiða, en þær geta auðveldlega breyst, t.d. vegna sjávarfalla.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.