Innlent

Bílvelta á Kjalarnesi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Kjalarnesi í kvöld.
Frá vettvangi á Kjalarnesi í kvöld. Vísir/Böddi
Tillkynnt var um bílveltu á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi við Móa á tólfta tímanum í kvöld. Tveir voru í bílnum og hlúð er að þeim á vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Ekki fengust upplýsingar um líðan fólksins.

Tveir sjúkrabílar, tveir dælubílar og björgunarsveitir af Kjalarnesi voru send á vettvang eftir að tilkynning barst um slysið. Þá er lögregla einnig mætt á slysstað. 

Uppfært klukkan 23:57:

Fólkið í bílnum var flutt á sjúkrahús til skoðunar á tólfta tímanum. Vinna stendur enn yfir á vettvangi en verið er að koma bílnum í burtu. Bifreiðin hafnaði utan vegar og er töluvert skemmdur. Þá hafa ekki orðið tafir á umferð vegna slyssins, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×