Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. september 2018 06:00 Verjendur sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum við upphaf munnlegs málflutnings í Hæstarétti í gær. Málið heldur áfram í dag. Vísir/Ernir „Ég vænti þess að þessi dómur verði þannig saminn að hann sendi skilaboð til dómstólanna í landinu, til ákæruvaldsins og til framtíðarinnar að þetta gerist ekki oftar í sakamálum,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, við munnlegan málflutning í Hæstarétti í gær. Mörg þung orð féllu í þessum langþráða málflutningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir Hæstarétti sem hófst í gær. Málið er nú flutt fyrir réttinum í annað sinn, eftir að endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm af sex dómfelldu í málinu. Verjendur Kristjáns Viðars Júlíussonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Sævars Marinós Ciesielski fluttu mál sinna skjólstæðinga í gær. Byggðu verjendur og reyndar saksóknari einnig á því að játningar sakborninga hefðu verið fengnar fram með ólögmætum hætti og löng einangrunarvist leiki þar stærsta hlutverkið. Davíð Þór Björgvinsson saksóknari, sem fer fram á sýknu allra dómfelldu, komst þannig að orði að sterkar vísbendingar væru um að gæsluvarðhaldi og einangrun hefði beinlínis verði beitt til að brjóta niður mótstöðu sakborninga og knýja játningar fram. Þá hefði sakborningum verið refsað í einangrunarvistinni þegar þeir reyndu að draga játningar til baka og umbunað þegar þeir drógust inn á þær aftur. Þetta komi með óyggjandi hætti í ljós þegar lögregluskýrslur séu metnar með hliðsjón af dagbók Síðumúlafangelsis sem lögð hefur verið fram í málinu. „Þessar játningar urðu til við algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir, sem virtust alls ekki hafa það að markmiði að finna sannleikann heldur að laga þær að einhverri kenningu rannsóknaraðila,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, í sinni ræðu. Eftir að hafa fjallað um málsmeðferð lögreglu, ákæruvalds og dómstóla og brot á helstu réttindum sakaðra manna, brýndi Ragnar réttinn til að sýna áræðni. „Ég geri mér grein fyrir því, virðulegi Hæstiréttur, að þetta geti verið erfitt fyrir dómarana, af því að nú erum við að fjalla um dóm sem þessi sami dómstóll kvað upp árið 1980 og erum óbeint að fjalla um synjun hans á endurupptöku árið 1997 og einn af dómurum sem tóku þátt í þeirri synjun er enn dómari við réttinn. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf áræðni til að fjalla um þetta mál svo viðunandi sé,“ sagði Ragnar. Hann fer fram á að Guðjón verði lýstur saklaus í forsendum nýs dóms enda liggi fyrir að fyrri játningar hans séu falskar og ekkert að marka þær. Enginn dómfelldu var viðstaddur málflutninginn í gær, nema Erla Bolladóttir. Henni var synjað um endurupptöku síðastliðinn vetur. Málflutningi verður framhaldið í dag og munu verjendur Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar flytja sínar ræður fyrir Hæstarétti. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
„Ég vænti þess að þessi dómur verði þannig saminn að hann sendi skilaboð til dómstólanna í landinu, til ákæruvaldsins og til framtíðarinnar að þetta gerist ekki oftar í sakamálum,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, við munnlegan málflutning í Hæstarétti í gær. Mörg þung orð féllu í þessum langþráða málflutningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir Hæstarétti sem hófst í gær. Málið er nú flutt fyrir réttinum í annað sinn, eftir að endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm af sex dómfelldu í málinu. Verjendur Kristjáns Viðars Júlíussonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Sævars Marinós Ciesielski fluttu mál sinna skjólstæðinga í gær. Byggðu verjendur og reyndar saksóknari einnig á því að játningar sakborninga hefðu verið fengnar fram með ólögmætum hætti og löng einangrunarvist leiki þar stærsta hlutverkið. Davíð Þór Björgvinsson saksóknari, sem fer fram á sýknu allra dómfelldu, komst þannig að orði að sterkar vísbendingar væru um að gæsluvarðhaldi og einangrun hefði beinlínis verði beitt til að brjóta niður mótstöðu sakborninga og knýja játningar fram. Þá hefði sakborningum verið refsað í einangrunarvistinni þegar þeir reyndu að draga játningar til baka og umbunað þegar þeir drógust inn á þær aftur. Þetta komi með óyggjandi hætti í ljós þegar lögregluskýrslur séu metnar með hliðsjón af dagbók Síðumúlafangelsis sem lögð hefur verið fram í málinu. „Þessar játningar urðu til við algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir, sem virtust alls ekki hafa það að markmiði að finna sannleikann heldur að laga þær að einhverri kenningu rannsóknaraðila,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, í sinni ræðu. Eftir að hafa fjallað um málsmeðferð lögreglu, ákæruvalds og dómstóla og brot á helstu réttindum sakaðra manna, brýndi Ragnar réttinn til að sýna áræðni. „Ég geri mér grein fyrir því, virðulegi Hæstiréttur, að þetta geti verið erfitt fyrir dómarana, af því að nú erum við að fjalla um dóm sem þessi sami dómstóll kvað upp árið 1980 og erum óbeint að fjalla um synjun hans á endurupptöku árið 1997 og einn af dómurum sem tóku þátt í þeirri synjun er enn dómari við réttinn. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf áræðni til að fjalla um þetta mál svo viðunandi sé,“ sagði Ragnar. Hann fer fram á að Guðjón verði lýstur saklaus í forsendum nýs dóms enda liggi fyrir að fyrri játningar hans séu falskar og ekkert að marka þær. Enginn dómfelldu var viðstaddur málflutninginn í gær, nema Erla Bolladóttir. Henni var synjað um endurupptöku síðastliðinn vetur. Málflutningi verður framhaldið í dag og munu verjendur Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar flytja sínar ræður fyrir Hæstarétti.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira