Innlent

Öflugir skjálftar riðu yfir með fimm sekúndna millibili í Bláfjöllum í gær

Birgir Olgeirsson skrifar
Íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu margir fyrir skjálftanum.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu margir fyrir skjálftanum. Vísir/Vilhelm

Skjálftinn sem fannst á höfuðborgarsvæðinu í gær reyndust vera tveir skjálftar að stærð fjórum með aðeins fimm sekúndna millibili. Voru upptök þeirra um sex kílómetra suður af Bláfjöllum.

Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu kjölfarið en alls hafa mælst á fjórða tug skjálfta á Bláfjallasvæðinu síðastliðinn sólarhring.

Skjálftarnir fundust víða á höfuðborgarsvæðinu, einnig í Ölfusi og á Akranesi.

Urðu þeir á flekaskilum sem liggja austur eftir Reykjanesskaganum þar sem geta orðið skjálftar um og yfir sex að stærð.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofa Íslands urðu stærstu þekktu skjálftar á þessum slóðum á árunum 1929, 1968 og 2000. Skjálftarnir sem urðu árið 1968 og 2000 voru um 5,5 að stærð, með upptök norður af Hlíðarvatni við Vogsósa. Upptök skjálftans 1929 voru líklega vestar, í Brennisteinsfjöllum, og er stærð skjálftans var um 6,2.

Minni skjálftar, um og yfir 4, mælast af og til á svæðinu, t.d. árið 2012 þegar 4,2 mældist við Helgafell í byrjun mars og 4,6 við Vífilsfell í lok ágúst.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.