Bikarhefðin ekki rík hjá liðunum Hjörvar Ólafsson skrifar 15. september 2018 08:00 Blaðamannafundur um bikarúrslitaleik í knattspyrnu karla. Blásið verður til leiks í bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu karla klukkan 19.15 í kvöld, en það verður norðanmaðurinn Þóroddur Hjaltalín sem fær það hlutverk að allt fari fram samkvæmt settum reglum í leiknum. Að þessu sinni mætast tvö félög í bikarúrslitum sem hafa ekki ríka bikarhefð þrátt fyrir að þau séu í dag bæði fjölmenn og öflug. Breiðablik státar af einum bikarmeistaratitil sem liðið vann árið 2009 með því að leggja Fram að velli í bikarúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Þar áður hafði liðið einu sinni farið alla leið í bikarúrslit, en það var árið 1971 þar sem Víkingur hafði betur. Stjarnan hefur hins vegar farið tvisvar sinnum í bikarúrslit, það er árin 2012 og 2013 og í bæði skiptin hélt liðið súrt af velli með tap á bakinu. Í fyrra skiptið eyðilagði KR partýið fyrir Stjörnunni og í það síðara var það Fram sem hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Þrátt fyrir að Stjarnan sem félag státi ekki af ríkri sögu í bikarkeppninni er fyrirliði liðsins, Baldur Sigurðsson, margreyndur á þeim vettvangi. Hann er að fara í sinn sjötta bikarúrslitaleik, en hann varð bikarmeistari með Keflavík árið 2006 og síðan KR árin 2011 og 2012. „Það er alltaf jafn mikil spenna í undanfara þessa leiks og fyrir mér er þetta meira tilhlökkun en stress þar sem ég veit upp á hár hvað ég er að fara út í. Það er ávallt frábær umgjörð í kringum leikinn og allt umtalið í kringum leikinn magnar spennuna fyrir leiknum,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið. „Nú er líka langt síðan við höfum spilað deildarleik þannig að spennan hefur fengið að magnast enn frekar í okkar herbúðum. Við erum samt með reynslumikla leikmenn í okkar liði þannig að ég hef ekki áhyggjur af því að spennustigið verði of hátt,“ sagði Baldur enn fremur. „Það er líka geggjað að spila þennan leik á laugardegi um kvöld. Það er alltaf einhver auka fiðringur sem fer um mann þegar það er spilað í myrkri og flóðljósum og það gefur leiknum auka krydd. Þetta verður hörkuleikur og snýst bara um gamla góða dagsformið,“ sagði Mývetningurinn spenntur. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, hefur ekki farið í jafn marga bikarúrslitaleiki og Baldur, en hann var varamarkvörður hjá KR þegar liðið varð bikarmeistari árið 1999 og vann svo titilinn með FH með sigri gegn KR árið 2010. „Það er langt síðan við spiluðu síðast deildarleik og fyrir vikið höfum við haft langan tíma til þess að undirbúa þennan leik. Við höfum tapað fyrir þeim í báðum deildarleikjunum í sumar þannig að við þurfum að finna hvað við verðum að gera betur að þessu sinni, en í þeim leikjum. Þjálfararnir hafa gert vel í undirbúningnum og ég tel okkur vera eins vel undirbúna og nokkur kostur er,“ sagði Gunnleifur um undirbúninginn fyrir komandi verkefni. „Rútínan hefur bara verið hefðbundin og það er mér að skapi. Það hefur ekkert verið farið á hótel eða í einhverja einangrun og mér finnst heillavænlegra að hafa þann háttinn á. Ég mun svo bara fara í gegnum mína venjulegu rútínu á leikdegi og nálgast þennan leik eins og hvern annan. Ég finn ekki fyrir auknu stressi, enda orðin nokkuð reyndur í þessum bransa. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur sem endar á skemmtilegan hátt fyrir okkur,“ sagði markvörðurinn enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Blásið verður til leiks í bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu karla klukkan 19.15 í kvöld, en það verður norðanmaðurinn Þóroddur Hjaltalín sem fær það hlutverk að allt fari fram samkvæmt settum reglum í leiknum. Að þessu sinni mætast tvö félög í bikarúrslitum sem hafa ekki ríka bikarhefð þrátt fyrir að þau séu í dag bæði fjölmenn og öflug. Breiðablik státar af einum bikarmeistaratitil sem liðið vann árið 2009 með því að leggja Fram að velli í bikarúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Þar áður hafði liðið einu sinni farið alla leið í bikarúrslit, en það var árið 1971 þar sem Víkingur hafði betur. Stjarnan hefur hins vegar farið tvisvar sinnum í bikarúrslit, það er árin 2012 og 2013 og í bæði skiptin hélt liðið súrt af velli með tap á bakinu. Í fyrra skiptið eyðilagði KR partýið fyrir Stjörnunni og í það síðara var það Fram sem hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Þrátt fyrir að Stjarnan sem félag státi ekki af ríkri sögu í bikarkeppninni er fyrirliði liðsins, Baldur Sigurðsson, margreyndur á þeim vettvangi. Hann er að fara í sinn sjötta bikarúrslitaleik, en hann varð bikarmeistari með Keflavík árið 2006 og síðan KR árin 2011 og 2012. „Það er alltaf jafn mikil spenna í undanfara þessa leiks og fyrir mér er þetta meira tilhlökkun en stress þar sem ég veit upp á hár hvað ég er að fara út í. Það er ávallt frábær umgjörð í kringum leikinn og allt umtalið í kringum leikinn magnar spennuna fyrir leiknum,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið. „Nú er líka langt síðan við höfum spilað deildarleik þannig að spennan hefur fengið að magnast enn frekar í okkar herbúðum. Við erum samt með reynslumikla leikmenn í okkar liði þannig að ég hef ekki áhyggjur af því að spennustigið verði of hátt,“ sagði Baldur enn fremur. „Það er líka geggjað að spila þennan leik á laugardegi um kvöld. Það er alltaf einhver auka fiðringur sem fer um mann þegar það er spilað í myrkri og flóðljósum og það gefur leiknum auka krydd. Þetta verður hörkuleikur og snýst bara um gamla góða dagsformið,“ sagði Mývetningurinn spenntur. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, hefur ekki farið í jafn marga bikarúrslitaleiki og Baldur, en hann var varamarkvörður hjá KR þegar liðið varð bikarmeistari árið 1999 og vann svo titilinn með FH með sigri gegn KR árið 2010. „Það er langt síðan við spiluðu síðast deildarleik og fyrir vikið höfum við haft langan tíma til þess að undirbúa þennan leik. Við höfum tapað fyrir þeim í báðum deildarleikjunum í sumar þannig að við þurfum að finna hvað við verðum að gera betur að þessu sinni, en í þeim leikjum. Þjálfararnir hafa gert vel í undirbúningnum og ég tel okkur vera eins vel undirbúna og nokkur kostur er,“ sagði Gunnleifur um undirbúninginn fyrir komandi verkefni. „Rútínan hefur bara verið hefðbundin og það er mér að skapi. Það hefur ekkert verið farið á hótel eða í einhverja einangrun og mér finnst heillavænlegra að hafa þann háttinn á. Ég mun svo bara fara í gegnum mína venjulegu rútínu á leikdegi og nálgast þennan leik eins og hvern annan. Ég finn ekki fyrir auknu stressi, enda orðin nokkuð reyndur í þessum bransa. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur sem endar á skemmtilegan hátt fyrir okkur,“ sagði markvörðurinn enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira