Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.
Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig er rætt við stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur sem segir það hafa verið rétta ákvörðun að segja upp framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar og segir stjórnina bera fullt traust til forstjórans.

Við ræðum einnig við konu semgreindist með stökkbreytingu í brakkageni og þurfti að taka þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til að eiga fyrir brjóstnámi í Englandi. Við fjöllum einnig um sjaldgæft og vangreint heilkenni á Íslandi og kíkjum í 20 ára afmæli Hróksins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×