Hildur vill að vinnustaðamenning Orkuveitunnar verði skoðuð Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2018 19:06 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds. fréttablaðið/sigtryggur ari Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir fjölmörgum spurningum enn ósvarað í málum Orkuveitu Reykjavíkur. Hún segir rétt að vinnustaðamenning Orkuveitunnar verði skoðuð og þá sé málið litið alvarlegum augum. Hildur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, var sagt upp störfum á miðvikudag en ástæðan er sögð vera óviðeigandi hegðun og framkoma í garð kvenkyns starfsmanna. Bjarni hefur þegar látið af störfum.Sjá einnig: Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Hildur situr í stjórn Orkuveitunnar og segist því hafa fengist við „þau erfiðu mál innan samstæðunnar sem ratað hafa í fjölmiðla“ undanfarna daga. Vísar Hildur þar til brottvikningar Bjarna Más úr starfi og ásakanir starfsmanna á hendur honum. „Sú framkoma og sá kúltúr sem lýst hefur verið á ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. Mér þykir rétt að árétta að fjölmörgum spurningum er enn ósvarað og málinu því ekki lokið,“ skrifar Hildur. Hún setur málið í samhengi við byltingu í frásögnum af kynferðisofbeldi undanfarna mánuði og leggur til að vinnustaðamenning Orkuveitu Reykjavíkur verði skoðuð í ljósi áðurnefndra atburða. „Alþjóðleg bylgja frásagna af kynferðislegri áreitni og ofbeldi síðustu misseri hefur leitt í ljós alvarlega brotahegðun á fjölmörgum vinnustöðum sem verður að uppræta. Málið sem hér um ræðir er af sama meiði og er litið alvarlegum augum. Í framhaldinu þykir mér rétt að vinnustaðamenning samstæðunnar verði skoðuð svo sambærileg hegðun geti ekki endurtekið sig.“ Boðað var til aukafundar hjá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í dag vegna málsins. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði í dag að hún teldi að stjórn Orku Náttúrunnar hafi brugðist við á viðeigandi hátt í máli Bjarna Más. Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Stjórn OR boðar forstjórann til aukafundar Stjórnarformaðurinn segist líta mál ON grafalvarlegum augum. 14. september 2018 09:39 Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Málið sem tengist brottvikningu framkvæmdastjóra ON verður tekið fyrir á stjórnarfundi OR. 13. september 2018 16:29 Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar rekinn fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart samstarfsfólki. 14. september 2018 07:00 Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir fjölmörgum spurningum enn ósvarað í málum Orkuveitu Reykjavíkur. Hún segir rétt að vinnustaðamenning Orkuveitunnar verði skoðuð og þá sé málið litið alvarlegum augum. Hildur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, var sagt upp störfum á miðvikudag en ástæðan er sögð vera óviðeigandi hegðun og framkoma í garð kvenkyns starfsmanna. Bjarni hefur þegar látið af störfum.Sjá einnig: Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Hildur situr í stjórn Orkuveitunnar og segist því hafa fengist við „þau erfiðu mál innan samstæðunnar sem ratað hafa í fjölmiðla“ undanfarna daga. Vísar Hildur þar til brottvikningar Bjarna Más úr starfi og ásakanir starfsmanna á hendur honum. „Sú framkoma og sá kúltúr sem lýst hefur verið á ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. Mér þykir rétt að árétta að fjölmörgum spurningum er enn ósvarað og málinu því ekki lokið,“ skrifar Hildur. Hún setur málið í samhengi við byltingu í frásögnum af kynferðisofbeldi undanfarna mánuði og leggur til að vinnustaðamenning Orkuveitu Reykjavíkur verði skoðuð í ljósi áðurnefndra atburða. „Alþjóðleg bylgja frásagna af kynferðislegri áreitni og ofbeldi síðustu misseri hefur leitt í ljós alvarlega brotahegðun á fjölmörgum vinnustöðum sem verður að uppræta. Málið sem hér um ræðir er af sama meiði og er litið alvarlegum augum. Í framhaldinu þykir mér rétt að vinnustaðamenning samstæðunnar verði skoðuð svo sambærileg hegðun geti ekki endurtekið sig.“ Boðað var til aukafundar hjá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í dag vegna málsins. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði í dag að hún teldi að stjórn Orku Náttúrunnar hafi brugðist við á viðeigandi hátt í máli Bjarna Más.
Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Stjórn OR boðar forstjórann til aukafundar Stjórnarformaðurinn segist líta mál ON grafalvarlegum augum. 14. september 2018 09:39 Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Málið sem tengist brottvikningu framkvæmdastjóra ON verður tekið fyrir á stjórnarfundi OR. 13. september 2018 16:29 Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar rekinn fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart samstarfsfólki. 14. september 2018 07:00 Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30
Stjórn OR boðar forstjórann til aukafundar Stjórnarformaðurinn segist líta mál ON grafalvarlegum augum. 14. september 2018 09:39
Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Málið sem tengist brottvikningu framkvæmdastjóra ON verður tekið fyrir á stjórnarfundi OR. 13. september 2018 16:29
Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar rekinn fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart samstarfsfólki. 14. september 2018 07:00
Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 14. september 2018 16:10