Lykilorð nánast opinberar upplýsingar eftir innbrot hjá efnisveitum Höskuldur Kári Schram og Kjartan Kjartansson skrifa 4. september 2018 20:13 Fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu tíð innbrot hjá vinsælum efnisveitum sem það notar eru. Lykilorð fólks verði nánast opinberar upplýsingar eftir slík innbrot. Þetta segir íslenskur tölvuöryggissérfræðingur sem uppgötvaði meðal annars falinn galla í stýrikerfi Apple. Theodór Ragnar Gíslason er tæknistjóri hjá íslenska tæknifyrirtækinu Syndis sem sérhæfir sig í net- og upplýsingaöryggi. Fyrirtækið framkvæmir meðal annars innbrotsprófanir með því að þykjast gera tölvuárásir á fyrirtæki. „Við vinnum við það að að reyna á öryggi fyrirtækja í forvarnarskyni. Það felur meðal annars í sér að við reynum að hakka okkur inn í fyrirtækin. Markmiðið er að reyna að gera þau öruggari og verja gögnin sem fyrirtækin eru að meðhöndla,“ segir Theodór. Á síðasta ári uppgötvaði Theodór galla hjá bandaríska tölvufyrirtækinu Apple sem varð til þess að uppfæra þurfti stýrikerfið í öllum tölvum sem fyrirtækið framleiðir. Um var að ræða galla sem gerði tölvuþrjótum kleift að brjótast inn tölvu notenda með fremur einföldum hætti. Eina sem fólk þurfti að gera var að smella á rangan hlekk.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis.Vísir/Stöð 2Theodór segir að fyrirtæki hér á landi og víðar séu ekki nægilega meðvituð um öryggismál. Hann verður með fyrirlestur um þau mál á ráðstefnu á Grand hóteli á morgun. „Það er eiginlega bara hálfsorglegt að við séum kannski að sjá sömu veikleikana, sérstaklega í hugbúnaði, ár eftir ár eftir ár og það virðist ekki vera að batna neitt rosalega mikið. Ef ég ætti að vera svartsýnn myndi ég segja að ástandið væri bara mjög slæmt,“ segir hann. Theodór segir að fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu algengt sé að brotist sé inn í efnisveitur á netinu sem það notar dags daglega. „Þegar það er brotist inn í þær þá leka persónugreinanlegar upplýsingar okkar, meðal annars lykilorðin okkar. Þetta eru bara fullkomlega aðgengilegar, nánast opinberar upplýsingar, eftir að brotist er inn í þessi fyrirtæki,“ segir hann. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu tíð innbrot hjá vinsælum efnisveitum sem það notar eru. Lykilorð fólks verði nánast opinberar upplýsingar eftir slík innbrot. Þetta segir íslenskur tölvuöryggissérfræðingur sem uppgötvaði meðal annars falinn galla í stýrikerfi Apple. Theodór Ragnar Gíslason er tæknistjóri hjá íslenska tæknifyrirtækinu Syndis sem sérhæfir sig í net- og upplýsingaöryggi. Fyrirtækið framkvæmir meðal annars innbrotsprófanir með því að þykjast gera tölvuárásir á fyrirtæki. „Við vinnum við það að að reyna á öryggi fyrirtækja í forvarnarskyni. Það felur meðal annars í sér að við reynum að hakka okkur inn í fyrirtækin. Markmiðið er að reyna að gera þau öruggari og verja gögnin sem fyrirtækin eru að meðhöndla,“ segir Theodór. Á síðasta ári uppgötvaði Theodór galla hjá bandaríska tölvufyrirtækinu Apple sem varð til þess að uppfæra þurfti stýrikerfið í öllum tölvum sem fyrirtækið framleiðir. Um var að ræða galla sem gerði tölvuþrjótum kleift að brjótast inn tölvu notenda með fremur einföldum hætti. Eina sem fólk þurfti að gera var að smella á rangan hlekk.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis.Vísir/Stöð 2Theodór segir að fyrirtæki hér á landi og víðar séu ekki nægilega meðvituð um öryggismál. Hann verður með fyrirlestur um þau mál á ráðstefnu á Grand hóteli á morgun. „Það er eiginlega bara hálfsorglegt að við séum kannski að sjá sömu veikleikana, sérstaklega í hugbúnaði, ár eftir ár eftir ár og það virðist ekki vera að batna neitt rosalega mikið. Ef ég ætti að vera svartsýnn myndi ég segja að ástandið væri bara mjög slæmt,“ segir hann. Theodór segir að fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu algengt sé að brotist sé inn í efnisveitur á netinu sem það notar dags daglega. „Þegar það er brotist inn í þær þá leka persónugreinanlegar upplýsingar okkar, meðal annars lykilorðin okkar. Þetta eru bara fullkomlega aðgengilegar, nánast opinberar upplýsingar, eftir að brotist er inn í þessi fyrirtæki,“ segir hann.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira