Tónlist

Föstudagsplaylisti Hermigervils

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Sveinbjörn Thorarensen.
Sveinbjörn Thorarensen. vísir/aðsend

Sveinbjörn Thorarensen sem sumum er kunnugur undir nafninu Hermigervill, hefur leikið á flesta dauðasynþana sjö, og lagaval hans ber þess greinileg merki.

Hann er mikill vinnuþjarkur og hefur starfað og túrað með fjölda listamanna, FM Belfast, Berndsen, Retro Stefson og svo mætti lengi telja.

Auk þess hefur hann gefið út mikið af tónlist undir Hermigervils-nafninu, þ.á.m 2 heilar plötur af ábreiðum af þekktum íslenskum lögum.

Nýlega kom út myndband við lag hans Heat, þar sem eins konar síðhærður Chewbacca dillar sér í hálfhimnesku tölvugrafíkurrými.

Sveinbjörn hefur dálæti á hljóðgervlum eins og listamannsnafn hans gefur til kynna en það má líka heyra á lagalistanum, þó að lagavalið sé töluvert myrkara en glaðvær tónlist hans sjálfs gæti gefið til kynna. Listinn einkennist í raun af gallhörðu teknói.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.