Innlent

Tveir fluttir á slysadeild vegna bílveltu á Kringumýrarbraut

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að bíll valt tvær veltur á Kringlumýrarbraut við brúna milli Fossvogs og Hlíða.
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að bíll valt tvær veltur á Kringlumýrarbraut við brúna milli Fossvogs og Hlíða. Vísir/Vilhelm

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að bíll valt tvær veltur á Kringlumýrarbraut við brúna milli Fossvogs og Hlíða. Slökkviliði barst tilkynning um slysið um klukkan 9:45 og voru farþegar komnir út úr bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu virðist sem bíllinn hafi farið tvær veltur en er ekki um að ræða alvarlegt slys en tveir hafi verið fluttir á slysadeild.

Talsverðar umferðartafir hafa verið á Kringlumýrarbraut vegna slyssins og annast lögreglan rannsókn á vettvangi.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var bifreið ekið aftan á aðra bifreið með þeim afleiðingum að sú síðastnefnda valt. Gerandi ók af vettvangi en var stöðvaður stuttu síðar og handtekinn.

Lögregla hefur lokað Kringlumýrarbraut til suðurs á meðan vinna stendur yfir á vettvangi. Opnað verður þegar þeirri vinnu er lokið.

Uppfært kl. 13:07:

Kringlumýrarbraut er á ný opin fyrir umferð. Um minniháttar slys á fólki var að ræða. Hinn handtekni var laus að skýrslutöku lokinni.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.