Leiklistarakademía til heiðurs Stefáns Karls opnar í Sviss

Sérstök leiklistarakademía til heiðurs Stefáns Karls Stefánsson verður sett á stofn í Sviss á næsta ári. Dægurmálamiðillinn TMZ greinir frá því.
Akademían mun bera nafnið „The Stefan Karl Academy & Center for the Performing Arts“ og er markmið hennar að fagna lífi Stefáns og framlagi hans leiklistarinnar.
Steinunn Ólína mun taka þátt í uppsetningu akademíunnar samkvæmt heimildum TMZ.
Einnig greinir TMZ frá því að Stefán hafi dreymt um að opna akademíu á borð við þessa í mörg ár.
Tengdar fréttir

Ari fékk falleg skilaboð frá Stefáni Karli eftir söngvakeppnina: „Það flæðir frá þér einlægni, tár og gleði“
Stefán Karl ákvað að senda Ara Ólafssyni, söngvara, hvatningarorð þegar hann hafði sigrað undankeppni Eurovision.

Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki
Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein.

Stefáns Karls minnst um allan heim
Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár.