Frestaði bardagaviðræðum á meðan ég finn nýjan þjálfara Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. ágúst 2018 07:30 Kolbeinn Kristinsson. vísir/valli Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er á leiðinni til Bandaríkjanna í viðræður við nýjan þjálfara. Eru þrír mánuðir liðnir síðan hann vann sannfærandi sigur á Gennadi Mentsikainen í Finnlandi og um leið tíunda atvinnumannabardaga sinn. Er Kolbeinn ósigraður sem atvinnumaður í hringnum og í 159. sæti í þungavigt á heimsvísu en hefur farið hraðbyri upp þann lista. Hann segist vera búinn að setja það á ís í bili að finna sér nýjan bardaga þar til hann verði kominn með nýjan þjálfara. „Ég sló á frest öllum viðræðum um bardaga á dögunum þegar ég tók ákvörðun um að skipta um þjálfara. Ég fer til Finnlands á næstu dögum þar sem ég aðstoða annan hnefaleikakappa við að undirbúa sig og stuttu síðar fer ég til Bandaríkjanna í viðræður,“ segir Kolbeinn sem er búinn að vera í sambandi við einn þjálfara í Detroit og mun hitta hann. Eftir að hafa barist fjórum sinnum árið 2016 lenti hann í leiðinda meiðslum sem gerðu það að verkum að hann náði aðeins einum bardaga í fyrra. „Ég fór í aðgerð síðasta sumar og það tók góða sex mánuði að ná sér en það er ekkert að angra mig í dag. Það er bara búið að vera tímafrekt að standa í þessum þjálfaramálum, það er margt sem þarf að huga að.“ Hann kveðst spenntur fyrir því að komast inn í hringinn á ný og er tilbúinn að finna bardaga um leið og þjálfaramálin leysast. „Mann er farið að klæja aðeins í fingurna, ég sagði við teymið mitt að um leið og þjálfaramálin væru klár þá mætti skipuleggja næsta bardaga. Það sem vantaði alltaf var reyndari skipstjóra til að stýra skipinu,“ segir Kolbeinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Sjá meira
Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er á leiðinni til Bandaríkjanna í viðræður við nýjan þjálfara. Eru þrír mánuðir liðnir síðan hann vann sannfærandi sigur á Gennadi Mentsikainen í Finnlandi og um leið tíunda atvinnumannabardaga sinn. Er Kolbeinn ósigraður sem atvinnumaður í hringnum og í 159. sæti í þungavigt á heimsvísu en hefur farið hraðbyri upp þann lista. Hann segist vera búinn að setja það á ís í bili að finna sér nýjan bardaga þar til hann verði kominn með nýjan þjálfara. „Ég sló á frest öllum viðræðum um bardaga á dögunum þegar ég tók ákvörðun um að skipta um þjálfara. Ég fer til Finnlands á næstu dögum þar sem ég aðstoða annan hnefaleikakappa við að undirbúa sig og stuttu síðar fer ég til Bandaríkjanna í viðræður,“ segir Kolbeinn sem er búinn að vera í sambandi við einn þjálfara í Detroit og mun hitta hann. Eftir að hafa barist fjórum sinnum árið 2016 lenti hann í leiðinda meiðslum sem gerðu það að verkum að hann náði aðeins einum bardaga í fyrra. „Ég fór í aðgerð síðasta sumar og það tók góða sex mánuði að ná sér en það er ekkert að angra mig í dag. Það er bara búið að vera tímafrekt að standa í þessum þjálfaramálum, það er margt sem þarf að huga að.“ Hann kveðst spenntur fyrir því að komast inn í hringinn á ný og er tilbúinn að finna bardaga um leið og þjálfaramálin leysast. „Mann er farið að klæja aðeins í fingurna, ég sagði við teymið mitt að um leið og þjálfaramálin væru klár þá mætti skipuleggja næsta bardaga. Það sem vantaði alltaf var reyndari skipstjóra til að stýra skipinu,“ segir Kolbeinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Sjá meira